Skýrsla um íslensk sveitarfélög

Út er komin ný skýrsla Íslandsbanka um íslensk sveitarfélög, sem bankinn gefur árlega út. Skýrslunni er ætlað að gefa gott yfirlit yfir stöðu sveitarfélaga á Íslandi og þróun síðustu ára.

Skýrslan er unnin af Greiningu og sveitarfélagateymi Íslandsbanka og er stuðst við ársreikninga sveitarfélaga 2015 og horft á fjárhagslega stöðu sveitarfélaga út frá þeim viðmiðum sem Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) hefur horft til.

Íslandsbanki vonast til að skýrslan nýtist vel sem upplýsingarit um íslensk sveitarfélög, bæði fyrir þá sem starfa innan sveitarstjórnarstigsins og þá sem vilja fræðast um íslensk sveitarfélög.

Sveitarfélagateymi Íslandsbanka

Útsending af kynningarfundi um skýrsluna

Í myndbandinu kryfja Elvar Orri Hreinsson sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka og Sölvi Sturluson lánastjóri hjá Fyrirtækjasviði Íslandsbanka skýrsluna til mergjar.

Áhugaverðar staðreyndir úr skýrslunni

Viðtal við Elvar Orra Hreinsson og Sölva Sturluson

Í viðtalinu fara Elvar Orri Hreinsson sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka og Sölvi Sturluson lánastjóri hjá Fyrirtækjasviði  yfir helstu niðurstöður skýrslunnar.

Helstu niðurstöður:

 • Tekjur A-hluta starfsemi sveitarfélaga jukust um 4,4%, úr 244 mö.kr. í 255 ma.kr. á milli áranna 2014 og 2015.
 • Tekjur B-hluta starfsemi sveitarfélaga námu rúmum 82 mö.kr. á árinu 2015 og jukust um 3% frá árinu 2014.
 • Tekjur A- og B-hluta starfsemi sveitarfélaga jukust því úr 325 milljörðum í tæpa 338 milljarða eða um 4% á milli áranna 2014 og 2015
 • Gjöld A- og B-hluta jukust um rúma 24 ma.kr. á milli áranna 2014 og 2015 eða um 9%. Munaði þar mest um tæplega 12 ma.kr. aukningu á lífeyrisskuldbindingum sem jukust um 136%. Launakostnaður jókst um 11,5 ma.kr. eða 8%.
 • Þar sem að gjöld jukust hlutfallslega meira (9%) en tekjur (4%) dregst rekstrarniðurstaða (EBIDTA) A- og B-hluta sveitarfélaganna saman úr tæpum 56 mö.kr. í rúma 44 ma.kr. eða um 20%.
 • Samdráttur í EBITDA A- og B-hluta skýrist að mestu leyti af samdrætti í A-hluta á árinu 2015 sem nam tæpum 10,6 mö.kr. á meðan EBITDA B-hluta dróst saman um tæpar 800 m.kr.
 • Samdráttur í EBITDA A-hluta Reykjavíkurborgar nam um 9,7 mö.kr. sem skýrist að mestu af launahækkunum og hækkun lífeyrisskuldbindinga. Nemur samdráttur borgarinnar um 92% af heildarsamdrætti í EBITDA A-hluta allra sveitarfélaganna og útskýrir þann samdrátt því að mestu leyti.
 • Rekstrarreikningur sveitarfélaganna litast talsvert af hækkandi launakostnaði og lífeyrisskuldbindingum. Helgast hvort tveggja af kjarasamningum sem samþykktir voru á síðasta ársfjórðungi 2015 ásamt breyttum forsendum varðandi dánar- og lífslíkur en gert er ráð fyrir að dánartíðni lækki og meðalævi lengist.
 • Heildarskuldir sveitarfélaganna námu rúmum 578 mö.kr. á árinu 2015 og jukust um 0,5% frá árinu 2014. Langtímaskuldir lækkuðu um 16 ma.kr., eða um 4%, en skuldbindingar hækkuðu um tæpa 18 ma.kr., eða um 26%, sem veldur að mestu leyti hækkun heildarskulda á áðurgreindu tímabili.
 • B-hluti 90% sveitarfélaga standa undir skuldsetningu ársins 2015 sem er betri niðurstaða en á árinu 2014 þegar hlutfallið nam 88%.
 • Færri sveitarfélög standa undir skuldsetningu ársins 2015 þegar einungis A-hluti er skoðaður eða um76% sveitarfélaga. Er það sama niðurstaða og á árinu 2014. Undirstrikar þetta mikilvægi B-hlutans fyrir rekstur sveitarfélaganna í heild.

Langar þig að vita meira? Náðu þér í eintak af skýrslunni hér neðar eða fáðu hana senda í pósti með því að smella á "Panta skýrslu".

Skýrsla um íslensk sveitarfélög

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall