Úrræði fyrir fyrirtæki

Bankinn byggir allar ákvarðanir sínar um úrlausnir á greiðsluvanda fyrirtækja á vandlegri greiningu á fjárhagsstöðu viðskiptavinar, viðskiptasögu, formlegu áhættumati og ítarlegri skoðun á greiðsluhæfi. Þá taka ákvarðanir einnig mið af undirliggjandi áhættu og þeim tryggingum og áhættuvörnum sem eru til staðar í hverju tilviki.

Úrræði sem bankinn getur verið aðili að

ÚrræðiSkilgreiningFyrir hverja?Hver eru fyrstu skref fyrirtækisins?
SkilmálabreytingLenging lánstíma, tímabundin lækkun á greiðslubyrði lána, tímabundin frestun á greiðslum lána.Hentar fyrirtækjum í tímabundnum greiðsluerfiðleikum.Hafa samband við ráðgjafa eða sinn tengilið í Íslandsbanka.
Samningur um frjáls skuldaskilSamningur á milli lánveitenda og skuldara um uppgjör skulda.Hentar þeim félögum sem eru í varanlegum greiðsluerfiðleikum og áðurnefnd úrræði duga ekki til. Þá þarf að ríkja fullt traust á milli samningsaðila.Hafa samband við viðskiptastjóra eða sinn tengilið í Íslandsbanka. Leita aðstoðar sérfræðinga, s.s. lögfræðings.
NauðasamningarSjá 3. þátt laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl.Fyrir fyrirtæki í varanlegum greiðsluerfiðleikum þar sem önnur úrræði duga ekki til, t.d. vegna þess að ekki hefur náðst samstaða meðal kröfuhafa.Leita aðstoðar sérfræðings/lögfræðings við gerð umsóknar til héraðsdóms og útvegun meðmæla tilskilins hluta kröfuhafa.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall