Stefna Íslandsbanka

Frá stofnun bankans hefur Íslandsbanki lagt mikla áherslu á stefnumótun og innleiðingu stefnunnar.

Starfsfólk bankans hefur tekið virkan þátt í mótun stefnunnar á árlegum stefnufundum en fundirnir hafa leikið lykilhlutverk í stefnumótun bankans. Fyrsti stefnufundur bankans var í janúar 2009 og er þema fundanna tengt áherslum bankans að hverju sinni.

Stefnupíramídi Íslandsbanka

Stefnupíramídinn rammar inn stefnu bankans, hann samanstendur af fimm þrepum þar sem hvert þrep styður hvert annað. 

Þrepin eru hlutverk, gildi og framtíðarsýn, stefnuáherslur til 3-5 ára og lykilverkefni ársins. Efstu þrjú þrepin breytast sjaldan en neðstu tvö eru endurskoðuð oftar.

 

Hlutverk, gildi og framtíðarsýn

Íslandsbanki er alhliða banki og þjónar breiðum hóp viðskiptavina. Hlutverk bankans er að veita alhliða fjármálaþjónustu. Framtíðarsýn Íslandsbanka er að vera #1 í þjónustu og svarar hún því hvert bankinn stefnir ásamt því að vera leiðarljós í stefnumótun hans. Bankinn leggur áherslu á samskipti, þekkingu, fræðslu og gott aðgengi að þjónustu bankans.

Gildin eru kjarni fyrirtækjamenningar og móta þau hegðun og hugarfar starfsmanna. Gildi bankans voru mótuð árið 2009 með aðkomu allra starfsmanna á fyrsta stefnufundi bankans.

Gildi Íslandsbanka eru þrjú: fagleg, jákvæð og framsýn.

Stefnuáherslur

Stefnuáherslur bankans eru þrjár; Margföldun, Einföldun og Heildun og marka þær stefnu næstu 3-5 ára. 

  • Með Margföldun mun bankinn mun leggja áherslu á að efla viðskiptatengsl við núverandi viðskiptavini, auka verðmætasköpun og bæta þjónustuupplifun viðskiptavina/skilgreindra markhópa.
  • Með Einföldun er áhersla lögð á að auka skilvirkni á starfsumhverfi með stöðugum umbótum sem og hagkvæmni í rekstri. Bankinn vill tryggja það umhverfi að geta boðið viðskiptavinum fjármálaþjónustu eftir þeirri dreifileið sem þeim hentar.
  • Með Heildun leggur Íslandsbanki áherslu á að vera fyrirmynd í umhverfinu með stefnu sinni í samfélagslegri ábyrgð. Bankinn á að hafa jákvæð áhrif á samfélagið, leggja áherslu á heilbrigðan rekstur sem byggir á góðum viðskiptaháttum og bjóða gott og uppbyggilegt vinnuumhverfi fyrir starfsmenn bankans.  

Lykilverkefni

Sem hluti af innleiðingu á stefnu bankans eru lykilverkefni bankans skilgreind til eins árs og styðja þau við stefnuáherslur bankans.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall