Undirnefndir stjórnar

Í samræmi við starfsreglur stjórnar eru tilnefndar sérstakar undirnefndir stjórnar. Undirnefndirnar starfa samkvæmt erindisbréfi frá stjórn og starfsreglum stjórnar. Nefndirnar eru þrjár og eru allar skipaðar stjórnarmönnum, nefndarskipan má sjá í töflu hér að neðan.

Nefndirnar eru: endurskoðunarnefnd, stjórnarhátta-, starfskjara- og mannauðsnefnd og áhættunefnd stjórnar.

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd sem skipuð er þremur stjórnarmönnum aðstoðar stjórn við að uppfylla eftirlitsskyldur sínar vegna fjárhagsupplýsinga, innra eftirlits, endurskoðunar og eftirlits við fylgni við lög og reglur ásamt siðareglum bankans.

Áhættunefnd stjórnar 

Áhættunefnd stjórnar sem skipuð er fjórum stjórnarmönnum sinnir ráðgjafar- og eftirlitshlutverki fyrir stjórn bankans, m.a. vegna mótunar og innleiðingar á áhættustefnu og áhættuvilja bankans. Verkefni áhættunefndar stjórnar ná til móðurfélagsins, dótturfélaga þess og samstæðunnar í heild sinni.

Stjórnarhátta-, starfskjara- og mannauðsnefnd

Stjórnarhátta-, starfskjara- og mannauðsnefnd sem skipuð er þremur stjórnarmönnum aðstoðar stjórn bankans við að fylgjast með þróun og meta reglulega nálgun bankans í góðum stjórnarháttum og árangur stjórnarmanna.

Frekari upplýsingar um hlutverk og ábyrgð undirnefnda stjórnar má finna í kafla um stjórnarhætti í ársskýrslu bankans.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall