Stjórnarhættir

Góðir stjórnarhættir stuðla að bættum vinnubrögðum og samskiptum sem eykur traust milli hluthafa, stjórnar, stjórnenda, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila. Stjórn Íslandsbanka hefur það að markmiði að vera stöðugt að þróa og styrkja góða stjórnarhætti innan bankans og að stjórnarhættir bankans samræmist alþjóðlega viðurkenndum viðmiðum og bestu framkvæmd á sviði stjórnarhátta.

Stjórnarhættir Íslandsbanka eru í samræmi við viðurkenndar leiðbeiningar um stjórnarhætti eftirlitsskyldra aðila ásamt viðeigandi lögum og reglum. Meðal þeirra laga sem um starfsemi bankans gilda eru lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, lög um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, lög um hlutafélög nr. 2/1995 og samkeppnislög nr. 44/2005 sem ásamt samþykktum bankans mynda grunninn að starfsemi bankans. Viðeigandi löggjöf má nálgast á vefsíðu Alþingis. Bankinn fer ennfremur eftir reglum og tilmælum Fjármálaeftirlitsins og reglum NASDAQ OMX Iceland hf. sem aðgengilegar eru á vefsíðum þeirra.

Samkvæmt 3. mgr. 19. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 ber bankanum að fylgja viðurkenndum leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja. Stjórn bankans fylgir leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem voru endurútgefnar í maí 2015 (5. útg.) af Viðskiptaráði Íslands, NASDAQ ICELAND og Samtökum atvinnulífsins.

Viðurkenning sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Bankinn er staðráðinn í að viðhalda góðum stjórnarháttum sem samræmast bestu framkvæmd á sviði stjórnarhátta. Íslandsbanki hlaut fyrst viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum í mars 2014 frá Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands. Viðurkenningin var veitt í kjölfar ítarlegrar skoðunar á starfsháttum stjórnar, undirnefndum stjórnar og stjórnenda bankans. Viðurkenningin var endurnýjuð í mars 2015 og 2016 og aftur í febrúar 2017 og nú síðast í apríl 2018.

Viðurkenningin gildir í þrjú ár nema verulegar breytingar verði á stjórn eða eignarhaldi bankans.

 

Stjórnarháttayfirlýsing Íslandsbanka

Árlega gerir Íslandsbanki úttekt á því hvort stjórnarhættir bankans séu í samræmi við viðurkenndar leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja. Í kjölfarið er birt yfirlýsing um stjórnarhætti bankans í sérstökum kafla í ársreikningi sem má finna hér að neðan. Það er einnig fjallað um stjórnarhætti bankans í ársskýrslu hans. 

Stjórnarháttayfirlýsing Íslandsbanka fyrir árið 2017

Stjórnarháttayfirlýsing Íslandsbanka fyrir árið 2016

Stjórnarháttayfirlýsing Íslandsbanka fyrir árið 2015

Stjórnarháttayfirlýsing Íslandsbanka fyrir árið 2014

Stjórnarháttayfirlýsing Íslandsbanka fyrir árið 2013

Stefna um hæfi stjórnar, bankastjóra og lykilstarfsmanna

Stjórn Íslandsbanka hefur samþykkt stefnu um hæfi stjórnar, bankastjóra og lykilstarfsmanna.
Markmið stefnunnar er að stjórn, bankastjóri og lykilstarfsmenn bankans uppfylli á hverjum tíma viðeigandi hæfiskilyrði og umgjörð um skipun og/eða ráðningar þeirra sé í samræmi við viðeigandi lagakröfur sem gerðar eru til starfsemi bankans. Stefnan er liður í skuldbindingu bankans um góða stjórnarhætti og ætlað að takmarka rekstrar- og orðsporsáhættu bankans.

Stefnuna má nálgast hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall