Endurskoðun

Innri endurskoðun veitir Íslandsbanka sjálfstæða og hlutlæga staðfestingu á því hvort ferli bankans varðandi áhættustýringu, innra eftirlit og stjórnarhætti séu fullnægjandi. Innri endurskoðun leiðir jafnframt innri rannsóknir á meintu misferli í starfsemi bankans. 

Líkt og kveðið er á um í lögum um fjármálafyrirtæki skal endurskoðunarfélag kosið á aðalfundi bankans, til fimm ára í senn. Endurskoðunarfélag bankans 2010 til 2015 var Deloitte hf. og árið 2015 var það Ernst & Young ehf. Íslandsbanki er nú í eigu íslenska ríkisins og var því Ríkisendurskoðun kosin endurskoðunarfélag Íslandsbanka í samræmi við 2. mgr. 6. gr. laga um Ríkisendurskoðun á aðalfundi bankans í apríl 2016.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall