Stjórnskipulag

Stjórnun og yfirráð yfir Íslandsbanka skiptast á milli hluthafa, stjórnar og bankastjóra í samræmi við samþykktir bankans, önnur tilmæli stjórnarinnar og viðeigandi lög og reglur.

Hluthafafundir

Í samræmi við lög um hlutafélög og samþykktir bankans fara hluthafar með æðsta vald í málefnum bankans á hluthafafundum.

Á aðalfundi er m.a. kosið í stjórn bankans, endurskoðendur valdir, ársreikningur liðins árs og starfskjarastefna eru lögð fram til samþykktar sem og ákvörðun um arðgreiðslur, auk breytinga á samþykktum bankans, þegar við á.

Heimild til setu á hluthafafundum hafa hluthafar eða fulltrúar þeirra, auk ráðgjafa. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri krónu í hlutafé og er það afl atkvæða sem ræður, nema öðruvísi sé fyrir mælt í landslögum eða samþykktum bankans. Aðalfundur er haldinn í Reykjavík.

Samþykktir fyrir Íslandsbanka hf.

Stjórn

Stjórn Íslandsbanka fer með málefni bankans á milli hluthafafunda nema þegar lög eða samþykktir bankans kveða á um annað. Stjórn bankans ber ábyrgð á mótun stefnu bankans og felur banka stjóra nánari útfærslu og framkvæmd hennar. Stjórn hefur eftirlit með starfsemi bankans og að hún sé ávallt í samræmi við lög, reglur og góða viðskiptahætti.

Starfsreglur stjórnar

Bankastjóri

Bankastjóri er ábyrgur fyrir að annast rekstur bankans í samræmi við mótaða stefnu og ákvarðanir stjórnar. Það er einnig hlutverk bankastjóra að tryggja að starfsemi bankans sé á hverjum tíma í samræmi við samþykktir og viðeigandi lög.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall