Til hluthafa

Íslandsbanki skilaði góðri frammistöðu á öllum viðskiptasviðum enn eitt árið. Metvöxtur var í útlánum til fyrirtækja og aukin eftirspurn eftir eignafjármögnun og húsnæðislánum. Markmið bankans að vera #1 í þjónustu kemur fram í aukinni markaðshlutdeild og jákvæðum niðurstöðum viðhorfskannana meðal viðskiptavina.

Lesa ávarp

Helstu tölur 2014

Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 14,8 ma. kr.

Hreinar þóknanatekjur jukust um 10% árið 2014 og eru núna 27% af hreinum rekstrartekjum

Lægri arðsemi eigin fjár skýrist að mestu leyti af hækkun á eigin fé, sem jókst um 10,9% á árinu

Íslandsbanki starfrækir skilvirkasta útibúanet á Íslandi og í hagræðingarskyni voru tvö útibú sameinuð á árinu

Útlán til viðskiptavina jukust um 14% árið 2014. Ný útlán námu 165 ma. kr.

Íslandsbanki var valinn besti bankinn á Íslandi af tímaritunum Euromoney og The Banker ásamt því að vera efstur meðal fjármálafyrirtækja samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni

Ársskýrsla 2014

Ársskýrsla Íslandsbanka er á ensku og skiptist í þrjá hluta: Bankinn, ársreikningur og áhættuskýrsla. 

Ásamt ársskýrslu gefur bankinn út afkomukynningu, fréttatilkynningu og myndskeið.

Hér má skoða skýrsluna á PDF formi eða skoða rafrænt í ISSUU.

PDF 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall