Birna Einarsdóttir, bankastjóri og Friðrik Sophusson, stjórnarformaður.

Til hluthafa

Árið 2014 var hagstætt ár hjá Íslandsbanka. Reksturinn gekk vel á öllum sviðum og vöxtur útlánasafnsins var sá mesti frá stofnun bankans, sem stuðlaði að aukinni markaðshlutdeild. Árangur bankans hefur vakið athygli erlendis, þar sem bæði Euromoney og The Banker útnefndu Íslandsbanka besta bankann á Íslandi. Þar að auki fékk bankinn hæstu einkunn allra lánastofnana í Íslensku ánægjuvoginni sem mælir ánægju viðskiptavina.

Afkoma bankans eftir skatta var jákvæð um 22,8 milljarða kr. og arðsemi eigin fjár eftir skatta var 12,8%, sem er góð afkoma þrátt fyrir hækkun eigin fjár. Eiginfjárhlutfall bankans var 29,6%, sem er hátt í alþjóðlegum samanburði. Um 91% af rekstrartekjum ársins 2014 komu frá hreinum vaxtatekjum og hreinum þóknanatekjum. Það er í samræmi við áherslu bankans á grunnrekstur og markmið hans að skapa stöðugt sjóðstreymi til lengri tíma litið.

Íslandsbanki skilaði góðri frammistöðu á öllum viðskiptasviðum enn eitt árið. Metvöxtur var í útlánum til fyrirtækja og aukin eftirspurn eftir eignafjármögnun og húsnæðislánum. Markmið bankans að vera #1 í þjónustu kemur fram í aukinni markaðshlutdeild og jákvæðum niðurstöðum viðhorfskannana meðal viðskiptavina.

Bankinn hefur gripið til fjölmargra aðgerða til að hagræða í rekstri sem miða að því að auka skilvirkni starfseminnar og lækka kostnað. Meðal þeirra er endurnýjun á samningum við birgja, einföldun verkferla og fækkun starfsmanna sem samsvarar 240 stöðugildum síðan í nóvember 2011. Auk þess tekur bankinn þátt í endurnýjun innlána- og greiðslumiðlunarkerfis, ásamt Reiknistofu bankanna sem er hlutdeildarfélag bankans. Þess er vænst að þessi nýi hugbúnaður auki rekstraröryggi, hagkvæmni og sveigjanleika og stytti tímann við að koma vöru á markað. Auk þess hefur bankinn tilkynnt um þau áform sín að sameina starfsemi höfuðstöðva bankans á einn stað með því að stækka húsnæði á Kirkjusandi.

 

Árið 2014 var mesti vöxtur útlána frá stofnun bankans. Ný útlán námu 165 milljörðum króna, sem er 65% aukning milli ára, og munaði þar mestu um lán til fyrirtækja og vaxandi eftirspurn eftir eignafjármögnun og húsnæðislánum. Alþjóðleg starfsemi bankans jókst ennfremur árið 2014 þegar fyrirtækjasvið bankans tók þátt í að fjármagna og veita ráðgjöf til Fáfnis Offshore við kaup á fyrsta sérútbúna skipinu til að þjónusta olíu- og gasleit í Norður-Atlantshafi.

 

Bankanum hefur gengið vel að auka fjölbreytni í fjármögnun sinni og er nú stærsti útgefandi verðtryggðra skuldabréfa á Íslandi. Árið 2014 varð bankinn fyrsti íslenski bankinn sem gaf út skuldabréf í evrum frá árinu 2008 og jók enn frekar útgáfu sína á skuldabréfum í sænskum krónum. Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poorʼs staðfesti lánshæfiseinkunn bankans, BB+/B, og breytti horfunum úr stöðugum í jákvæðar. Þetta er kærkomin viðurkenning fyrir bankann í kjölfar þess að endurskipulagningu lánasafnsins er að mestu lokið.

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poorʼs staðfesti lánshæfiseinkunn bankans, BB+/B, og breytti horfunum úr stöðugum í jákvæðar. Þetta er kærkomin viðurkenning fyrir bankann í kjölfar þess að endurskipulagningu lánasafnsins er að mestu lokið.

Markaðir tóku þátt í stórum verkefnum á árinu. Meðal nýrra verkefna var að hafa umsjón með og annast skráningu í útboði á 23% útgefinna hluta í tryggingafélaginu Sjóvá og veita ráðgjöf við skuldabréfaútgáfu Icelandair. Skuldabréfaflokkur Icelandair var með fyrstu stóru óverðtryggðu skuldabréfaútgáfum innlends rekstrarfélags frá árinu 2008 og markaði þannig tímamót í enduruppbyggingu verðbréfamarkaða á Íslandi.

Nýtt vöruframboð skilaði góðum árangri fyrir bankann árið 2014. VÍB, eignastýringardeild bankans, og viðskiptabankasvið sameinuðu krafta sína og buðu fram ráðgjöf um lífeyrissparnað, sem leiddi til 20% aukningar í lífeyrissparnaði. Ný húsnæðislán bankans sem eru sniðin fyrir fólk sem er að kaupa húsnæði í fyrsta sinn fengu frábærar undirtektir. Ennfremur ákvað bankinn að einfalda greiðslukortaframboð sitt með því að bjóða eingöngu MasterCard og American Express kort.

Nú er unnið að breytingum á útibúaneti bankans þannig að útibúum með hefðbundna afgreiðsluþjónustu verður breytt í útibú sem veita ítarlegri fjármálaráðgjöf og bjóða upp á sjálfsafgreiðslu. Þessi breyting í átt að sjálfvirkni helst í hendur við þróunina í netviðskiptum bankans.  Sem dæmi þá fjölgaði virkum notendum í Appi um 100% og færslum um 144%. Um 50.000 notendur hafa nú halað niður Íslandsbanka Appinu og sjáum við mikil tækifæri felast í nýrri þjónustu á því sviði

Bankinn býður upp á faglegt fræðslustarf og hefur skapað vettvang til að miðla þekkingu og hvetja til umræðna um fjármál og efnahagsmál. Þessi námskeið sem haldin eru á vegum VÍB eru mikils metin í samfélaginu. Meðal samstarfsaðila VÍB hafa verið NASDAQ á Íslandi, Háskólinn í Reykjavík og Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA). Undanfarin fjögur ár hafa um 67.000 gestir og áhorfendur á netinu tekið þátt í 222 fræðslufundum bankans. Að auki hafa 15% af eldri borgurum landsins sótt námskeið bankans um lífeyrissparnað.

 

Bankinn gefur út árlegar greiningarskýrslur um sveitarfélög, sjávarútveg og orkuiðnað. Auk þess verður skýrsla um íslenskan ferðamannaiðnað gefin út í fyrsta sinn í mars 2015.

Viðskipti og þróun er nýtt svið sem komið var á fót til að vinna að stefnuáherslum bankans. Meðal verkefna sviðsins eru sölumál, viðskiptagreining, netviðskipti, þjónusta, markaðsmál og viðskiptaþróun. Að auki hefur sviðið yfirumsjón með stefnu bankans og innleiðingu hennar.

Þrjú stefnumál hafa verið valin sem stefnuáherslur næstu 3-5 ára. Þessar stefnuáherslur eru einföldun starfseminnar, margföldun, með því að bæta tengslin við helstu viðskiptavini og hluthafa og heildun markmiða okkar og markmiða samfélagsins alls með mótun nýrrar stefnu um samfélagslega ábyrgð.

Bankinn heldur árlega stefnufundi með þátttöku starfsfólks þar sem stefna bankans og framtíðarsýn hans er mörkuð. Þrjú stefnumál hafa verið valin sem stefnuáherslur næstu 3-5 ára. Þessar stefnuáherslur eru einföldun starfseminnar, margföldun, með því að bæta tengslin við helstu viðskiptavini og hluthafa og heildun markmiða okkar og markmiða samfélagsins alls með mótun nýrrar stefnu um samfélagslega ábyrgð.

Ánægja viðskiptavina er grundvallaratriði í árangursríkum rekstri. Stjórn bankans og starfsmenn hans hafa einsett sér að veita viðskiptavinum og hluthöfum frábæra þjónustu í viðleitni sinni til að ná því markmiði bankans að vera #1 í þjónustu.

Við viljum þakka öllu starfsmönnum okkar fyrir dugnaðinn. Sá vöxtur sem við höfum orðið vitni að árið 2014 hefur verið knúinn fram af hollustu þeirra og áhuga á bankastarfsemi.

Ársskýrsla 2014

Ársskýrsla Íslandsbanka er á ensku og skiptist í þrjá hluta: Bankinn, ársreikningur og áhættuskýrsla. 

Ásamt ársskýrslu gefur bankinn út afkomukynningu, fréttatilkynningu og myndskeið.

Hér má skoða skýrsluna á PDF formi eða skoða rafrænt í ISSUU.

PDF

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall