Birna Einarsdóttir, bankastjóri

Ávarp bankastjóra

Árið 2015 var afar gott fyrir Íslandsbanka. Það er ánægjulegt að skila góðri ávöxtun á hátt eigið fé bankans ásamt því að sjá jafnan vöxt á öllum sviðum hans. Vöxturinn byggir á auknum stöðugleika í hagkerfinu og stefnu bankans sem hefur sannað sig með öflugum rekstri og ánægðum viðskiptavinum. Íslandsbanki heldur áfram að mælast með ánægðustu viðskiptavinina sem eykur möguleika okkar á að auka markaðshlutdeild.

Leiðandi banki á Íslandi með skýra stefnu

Kjarninn í stefnumótun Íslandsbanka undanfarin fimm ár hefur verið framtíðarsýnin að vera #1 í þjónustu. Við erum stöðugt að vinna með framtíðarsýnina og okkar sameiginlegu markmið. Árið 2015 vann bankinn ítarlega greiningu á þjónustu bankans sem byggð var á viðtölum, rannsóknum og þjónustukönnunum meðal viðskiptavina og starfsfólks. Niðurstaðan voru sex áhersluþættir sem styðja sýnina um að vera #1 í þjónustu.

Skilaboðin eru skýr. Við tókum ákvörðun: Að veita bestu bankaþjónustu á Íslandi svo viðskiptavinir okkar eigi auðveldara með að taka sínar ákvarðanir. Þetta er stórt og mikið loforð en það felur einnig í sér ákveðna auðmýkt, brennandi áhuga og skilning á hlutverki bankaþjónustu í lífi fólks.

Það var því einstaklega ánægjulegt þegar tilkynnt var að Íslandsbanki hefði fengið hæstu einkunn á bankamarkaði í Íslensku ánægjuvoginni þriðja árið í röð.

Jafnvægi í vexti og arðsemi á stöðugan eiginfjárgrunn

Íslandsbanki skilaði góðri arðsemi eigin fjár á árinu þrátt fyrir hækkandi eiginfjárhlutfall, hinu hæsta frá stofnun bankans. Grunnrekstur var stöðugur og er vaxtamunur bankans kominn í jafnvægi. Meirihluti tekna bankans eru hreinar vaxtatekjur og hreinar þóknanatekjur og skilaði bankinn hagnaði upp á 20,6 ma. kr. sem samsvarar 10,8% arðsemi eigin fjár.

Á árinu réðist bankinn í nokkur verkefni með það að markmiði að hagræða í rekstri og auka skilvirkni. Þær aðgerðir hafa skilað árangri og sýnt og sannað að Íslandsbanki býr yfir sveigjanleika til breytinga. Komið hefur í veg fyrir hækkun kostnaðar með því að minnka útibúanet bankans, fækka starfsfólki og framkvæma ýmsar sparnaðaraðgerðir. Á sama tíma hafa þóknanatekjur aukist um 14,7% á ársgrundvelli.

Íslandsbanki nýtur fjölbreyttrar fjármögnunar og er eini bankinn hérlendis með lánshæfiseinkunn BBB- frá bæði Fitch og Standard & Poor’s. Auk þess að vera á innlánamarkaði er bankinn leiðandi í útgáfu sértryggðra skuldabréfa á innlendum markaði. Jákvæð þróun á lánshæfi ríkissjóðs og bankans ætti að bæta enn frekar lánakjör bankans og aðgang að erlendum mörkuðum í framtíðinni.

Eiginfjárstaða bankans er sterk og og kjarna eiginfjárhlutfall (CET1) sterkt í samanburði við aðra alhliða banka. Eiginfjárhlutfall bankans er einnig vel samsett þar sem Íslandsbanki hefur ekki þurft að gefa út víkjandi skuldabréf. Skuldsetning er einnig mjög lág í alþjóðlegum samanburði og er vogunarhlutfall bankans 18,1 % í lok árs. Þetta, ásamt góðri arðsemi, gerir Íslandsbanka vel undirbúinn fyrir breytingar á eignarhaldi. Bankinn hefur jafnframt áhugaverða arðgreiðslustefnu fyrir fjárfesta en stefnt er að 40-50% arðgreiðsluhlutfalli til lengri tíma litið.

Áhættulítill banki - Gagnsætt, öruggt og einfalt viðskiptamódel í kjölfar vel heppnaðrar endurskipulagningar

Útlánasafn Íslandsbanka hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár. Í árslok 2015 var vanskilalánshlutfallið 2,2% sem skipaði Íslandsbanka meðal þeirra evrópsku banka sem hafa hvað lægst vanskilalánshlutföll. Það vakti eftirtekt í ljósi upphafsstöðu bankans árið 2008. Viðskiptamódel Íslandsbanka er gagnsætt, öruggt og einfalt og leggur áherslu á varfærnar útlánareglur, sterka lausafjárstöðu og fjölbreytta fjármögnun.

Ísland í fjárfestingarflokk

Íslenskt efnahagslíf og stofnanir njóta aukins trausts og ef fram heldur sem horfir sjáum við fram á aukna hagsæld þjóðarinnar á komandi árum. Þróun lánshæfismats árið 2015, þegar alþjóðleg lánshæfismatsfyrirtæki héldu áfram að hækka lánshæfismat ríkisins og staðfestu einkunn Íslandsbanka í fjárfestingarflokki, eru dæmi um áhrif aukinnar tiltrúar á hagkerfinu.

Jafnvægi í vexti og arðsemi á stöðugan eiginfjárgrunn

Íslandsbanki skilaði góðri arðsemi eigin fjár á árinu þrátt fyrir hækkandi eiginfjárhlutfall, hinu hæsta frá stofnun bankans. Grunnrekstur var stöðugur og er vaxtamunur bankans kominn í jafnvægi. Meirihluti tekna bankans eru hreinar vaxtatekjur og hreinar þóknanatekjur og skilaði bankinn hagnaði upp á 20,6 ma. kr. sem samsvarar 10,8% arðsemi eigin fjár.

Margföldum, einföldum og heildum

Með margföldun byggjum við upp traust samband við viðskiptavini okkar. Með einföldun náum við fram skilvirkni og með heildun er lögð áhersla á samfélagsábyrgð, eða eins og við segjum gjarnan: Margföldum, einföldum og heildum.

Árið 2015 námu ný útlán 152 ma. kr. mest til fyrirtækja. Þá hefur eftirspurn eftir íbúðalánum og eignafjármögnun einnig aukist. Fyrirtækjasvið var afkastamikið á árinu og námu ný útlán 52,6 ma. kr. Sviðið tók þátt í mörgum af stærstu fjármögnunarverkefnum ársins og hélt áfram að styrkja stöðu sína í Norður-Atlantshafi þar sem sérþekking sviðsins á afmörkuðum mörkuðum nýttist vel.

Árangur Markaða var góður og þá aðallega vegna aukinna viðskipta á fjármagnsmörkuðum, gjaldeyrismörkuðum og með sérhæfðar áhættustýringarvörur. Fyrirtækjaráðgjöf bankans, hin stærsta á Íslandi, hefur verið valið hin fremsta í fyrirtækjaráðgjöf fimmta árið í röð á grunni þess að hafa annast farsællega fimm skráningar af tólf á markaði frá 2010 og sjö af fimmtán frumútboðum á sama tímabili.

Til viðbótar við öflugt fræðslustarf þá kynntu VÍB og Íslandssjóðir sjö nýja sjóði á árinu, þar af tvo sértryggða skuldabréfasjóði sem fjárfestingarkosti fyrir almenna fjárfesta. Sértryggð skuldabréf eru nú burðarbiti íslensks skuldabréfamarkaðar og var útgáfa þessa tiltölulega nýja eignaflokks meiri en útgáfa ríkisins á skuldabréfum á árinu 2015.

Viðskiptabankinn er helsta tekjustoð Íslandsbanka. Bankinn sameinaði tvö útibú árið 2015 og rekur sem fyrr hagkvæmasta útibúanetið á Íslandi með 17 útibúum á landsvísu. Samhliða umbreytingu útbúa úr afgreiðslustöðum í þjónustusetur og sjálfsafgreiðsluútibú gerum við okkur grein fyrir að einföld bankaþjónusta færist í æ ríkari mæli á netið og í appið.

Viðskiptavinir okkar kjósa helst rafrænar dreifileiðir umfram aðrar leiðir. Á árinu 2015 fjárfestum við verulega í stafrænni þjónustu, bæði með nýjum stafrænum lausnum og styrkingu á stafrænum innviðum. Árið 2011 kynntum við hið vinsæla Íslandsbanka-app. Á árinu 2015 fjölgaði og virkum notendum appsins um 41% og færslum í appinu fjölgaði um 52%.

Ergo, eignafjármögnun bankans, heldur áfram að vera leiðandi á bílafjármögnunarmarkaðinum með 35% markaðshlutdeild á einstaklingsmarkaði og 57% í fjármögnunarleigu. Ný útlán Ergo jukust um 25% á árinu, þar af 82% til bílaleiga.

Til að bregðast við miklum vexti í kortaveltu hefur bankinn hafist handa við að einfalda og bæta þjónustuna. Árið 2015 skiptum við út 95 þúsund VISA debetkortum fyrir MasterCard debetkort og fækkuðum samhliða kreditkortategundum úr 117 í 15 og debetkortategundum úr 26 í 8.

Gott teymi skilar árangri

Við höfum náð að skapa þann banka og vinnu umhverfi sem við stefndum að. Við erum sterkt og samstíga teymi og saman hefur okkur tekist að ná árangri sem við getum verið stolt af. Við höldum áfram á þessari braut og sýnum, svo enginn vafi leiki á, að Íslandsbanki veitir án vafa bestu bankaþjónustu á Íslandi. Mig langar til að þakka öllu starfsfólki okkar fyrir þeirra þátt.

Ársskýrsla Íslandsbanka 2015, ásamt ársreikningi samstæðu og áhættuskýrslu, gefa greinargóða mynd af starfsemi bankans og rekstri á árinu.

Hér má skoða skýrslurnar á PDF formi.

Ársskýrsla Ársreikningur Áhættuskýrsla

Að auki má finna allt kynningarefni, s.s. kynningar, tilkynningar, einblöðung, lykiltölur og myndband, á vef fjárfestatengsla undir afkoma og tilkynningar.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall