Frétt

Afkoma Íslandsbanka á 3. árshluta 2013

Helstu niðurstöður:

 • Afkoma bankans eftir skatta var jákvæð um 4,2 ma. kr. á 3F13 (3F12: 4,6 ma. kr.) og 15,4 ma. kr. á fyrstu níu mánuðum ársins (9M12: 16,2 ma. kr.). 
 • Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 10,6% á fjórðungnum (3F12: 13,3%) en 13,4% sé horft til fyrstu níu mánaða ársins (9M12: 16,3%). Lækkun á arðsemi skýrist að mestu af hærra eigin fé, sem hefur hækkað um 3% á milli fjórðunga og 14% á milli ára.
 • Eiginfjárhlutfall var áfram sterkt eða 27,2% (júní 2013: 27,4%) og eiginfjárhlutfall A (Tier 1) var 23,9% (júní 2013: 24,0%), þrátt fyrir 3,5% hækkun á áhættuvegnum eignum á fjórðungnum í 663 ma. kr. (júní 2013: 641 ma. kr.). 
 • Hreinar vaxtatekjur námu 7,4 ma. kr. (3F12: 7,8 ma. kr.) sem er lækkun um 5.1% milli ára. Vaxtamunur var 3,5% (2F13: 3,4%) og fer lækkandi samhliða því að afföll á lánasafni sem keypt var frá Glitni fara úr bókum bankans.
 • Virðisbreyting útlána og krafna var jákvæð um 0,6 ma. kr. á fjórðungnum (3F12: 0,7 ma. kr.) og um 8,5 ma. kr. fyrir fyrstu níu mánuði ársins (9M12: 2,8 ma. kr.). 
 • Hreinar þóknanatekjur jukust í 2,5 ma. kr. á fjórðungnum (3F12: 2,3 ma. kr.) og 7,6 ma. kr sé litið til fyrstu níu mánuða ársins (9M12: 6,7 ma. kr.). Hækkunin er um 8% á milli ára og 13% yfir 9M og má að mestu rekja til markaða, viðskiptabanka, eignastýringar og dótturfélaga bankans.
 • Kostnaðarhlutfall lækkaði í 48,5% (3F12: 50,6%).
 • Frá stofnun bankans hafa um 35 þúsund einstaklingar og um 4.100 þúsund fyrirtæki fengið afskriftir, eftirgjafir eða leiðréttingar á skuldum sem nema um 524 ma. kr.
 • Endurskipulagning gengur vel, hlutfall lána í endurskipulagningu var 9,8% (Sept.2012: 17,4%), meira en 90 daga vanskil voru 5% (des. 2012: 8%).
 • Heildareignir voru 863 ma. kr. við lok tímabilsins (júní 2013: 823 ma. kr.), og útlán til viðskiptavina hækkuðu um 2% í 549 ma. kr. (júní 2013: 539 ma. kr.).
 • Heildarinnlán hækkuðu í 526 ma. kr. (júní 2013: 506 ma. kr.) en þar koma fram eðlilegar sveiflur í innlánum viðskiptavina og fjármálastofnanna. 

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Það sem uppúr stendur á fyrstu níu mánuða ársins er sá góði árangur sem við höfum náð í rekstrarhagræðingu þar sem kostnaður bankans lækkaði um 732 milljónir sem er raunlækkun kostnaðar 7,5% á milli ára. Þessi lækkun byggir á ýmiskonar markvissum aðgerðum m.a. sameiningu útibúa.

Afkoma bankans var í takt við áætlanir og arðsemi eigin fjár var 13,4% sem hlýtur að teljast gott í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu en eiginfjárhlutfall bankans var 27,2%.

Þó svo að sumarið seti gjarnan svip sinn á þennan ársfjórðung þá var engu að síður mikið um að vera í bankanum. Þóknanatekjur jukust um 13% á milli ára í 7,6 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 6,7 milljarða á sama tímabili í fyrra.

Gæði lánasafnsins jókst milli fjórðunga, hlutfall lána í meira en 90 daga vanskilum var 5% í lok tímabilsins og hlutfall lána í endurskipulagningu (LPA) var 9,8%, sem er mikill árangur en staða lána í endurskipulagningu nam 44% árið 2009.“

Öll gögn er tengjast afkomu bankans má finna á www.islandsbanki.is/fjarfestatengsl.

Hér má sjá myndband þar sem Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri Íslandsbanka segir frá uppgjörinu:

Til baka

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall