Frétt

Islandsbanki hf. : Leiðrétting á útgáfulýsingu skuldabréfa, ISLA CB 16, í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands samþykkt af eigendum

Íslandsbanki gaf út flokk skuldabréfa með auðkennið ISLA CB 16 og birti endanlega skilmála þann 18. október 2013. Skilmálar skuldabréfanna voru rangt tilgreindir í útgáfulýsingu skuldabréfanna, dags. 17. október 2013, og því rangt skráðir í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands. Þar var skilmálum skuldabréfanna lýst þannig í kafla 2.2 að fjöldi gjalddaga væru tveir á ári, 22. apríl og 22. október, fram að lokagjalddaga 22. október 2016. Í endanlegum skilmálum útgáfunnar (Final Terms), dags. 18. október 2013, kemur fram að bréfin skuli greiðast að öllu leyti á lokagjalddaga, þann 22. október 2016.

Íslandsbanki fór þess á leit við eigendur skuldabréfanna að þeir samþykktu breytingu á skilmálum skuldabréfanna í útgáfulýsingu útgáfunnar í kerfi Verðbréfaskráningar þannig að þar kæmi fram að engar afborganir greiðist af skuldabréfunum fyrr en á lokagjalddaga 22. október 2016. Skilmálabreyting þessi hefur verið samþykkt af eigendum bréfanna og breyting í útgáfulýsingu útgáfunnar í kerfi Verðbréfaskráningar hefur átt sér stað.

Til baka

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall