Frétt

Fyrsta skuldabréfaútgáfa Íslandsbanka í evrum að upphæð 100 milljónir evra

Íslandsbanki hefur gefið út skuldabréf að upphæð 100 milljónir evra (15,6 milljarðar króna), sem er fyrsta erlenda útgáfa bankans í evrum. Skuldabréfið er til tveggja ára og ber 3% fasta vexti. Stefnt er að skráningu skuldabréfanna í Kauphöllina á Írlandi þann 16. maí 2014. 

 Útgáfan er gefin út undir Global Medium Term Notes (GMTN) útgáfuramma bankans sem gefur Íslandsbanka færi á að gefa út skuldabréf í mismunandi myntum á föstum og fljótandi vöxtum. Fyrir útgáfuna hafði bankinn stækkað útgáfurammann í USD 275m úr USD 250m. Grunnlýsingu GMTN rammans ásamt viðaukum má finna á vefsíðu fjárfestatengsla www.islandsbanki/fjárfestatengsl. 

Umsjónaraðili útboðsins var Deutsche Bank AG. 

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka: 

"Skuldabréfaútgáfa í evrum markar tímamót fyrir okkur. Þessi útgáfa að upphæð 100 milljónum evra kemur í kjölfar birtingar á lánshæfismati frá Standard & Poor's sem gaf Íslandsbanka BB+/B. Þá lauk Íslandsbanki skuldabréfaútgáfu í sænskum krónum í lok síðasta árs sem var svo stækkuð í mars síðastliðnum. 

Það er ánægjulegt að sjá að kjörin fara batnandi sem endurspeglar traust fjárfesta til Íslandsbanka og á því uppbyggingarstarfi sem hefur skilað okkur öflugum og ábyrgum banka. Kjarnastarfsemin er að skila stöðugum og jöfnum tekjum, endurskipulagningu er nánast lokið og eiginfjár- og lausafjárstaða bankans er góð.

Til baka

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall