Frétt

Islandsbanki hf. : Skyldum viðskiptavaka með skuldabréf Íslandsbanka aflétt í dag, 28. ágúst

Í framhaldi af ráðgefandi áliti EFTA dómstólsins þann 28. ágúst 2014 um verðtryggingu húsnæðislána á Íslandi vill Íslandsbanki koma eftirfarandi á framfæri:

Ljóst er að útgefendur stærstu skuldabréfaflokka sem skráðir eru í íslensku kauphöllinni hafa aflétt skyldum af viðskiptavökum um viðskipti með bréf sín í dag, 28. ágúst 2014.

Ætla má að því geti fylgt veruleg röskun á markaðsaðstæðum og viðskipti með önnur skuldabréf. Í því ljósi hefur Íslandsbanki ákveðið að tímabundið aflétta skyldum MP banka sem viðskiptavaka fyrir sértryggð skuldabréf Íslandsbanka í dag, 28. ágúst 2014.

Til baka

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall