Frétt

Islandsbanki hf. : Íslandsbanki lýkur víxlaútboði

Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á tveimur víxlum til 4 og 6 mánaða. Hvor flokkur getur að hámarki orðið 1,5 ma. kr. að nafnvirði. Útboðinu var þannig háttað að boðið var í magn á fyrirfram ákveðnu verði. 4 mánaða víxillinn á 5,75% flötum vöxtum (verð: 98,0886) og 6 mánaða víxillinn á 5,85% flötum vöxtum (verð: 97.1275).

Tilboðum var tekið í 4 mánaða víxilinn að fjárhæð 260 milljónir króna að nafnvirði og að fjárhæð 740 milljónir króna í 6 mánaða víxilinn. Fyrir útboðið voru útistandandi víxlar Íslandsbanka að fjárhæð 4,92 ma. kr.
Bréfin voru seld til breiðs hóps fjárfesta. Stefnt er að töku víxlanna til viðskipta í Nasdaq OMX Iceland þann 19. september næstkomandi.

Til baka

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall