Frétt

Afkoma Íslandsbanka á 3. árshluta 2014

Helstu niðurstöður á fyrstu 9 mánuðum ársins

 • Hagnaður eftir skatta var 18,2 ma. kr. á fyrstu 9 mánuðum ársins samanborið við 15,4 ma. kr. á sama tímabili 2013 
 • Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 13,8% samanborið við 13,4% á sama tímabili 2013, þrátt fyrir að eigið fé bankans hækkaði um 14% á milli ára úr 160 ma. kr. í 181 ma. kr.
 • Hreinar vaxtatekjur voru 20,6 ma. kr (9M2013: 21,9 ma. kr.) 
 • Hreinar þóknanatekjur voru 8,5ma. kr. (9M2013: 7,6 ma. kr.) Aukninguna má að mestu rekja til viðskiptabankasviðs, markaða, eignastýringar og dótturfélaga.
 • Kostnaðarhlutfall bankans var 54,4% (9M2013: 58,4%); kostnaðaraðhald er farið að bera árangur.
 • Eiginfjárhlutfall var áfram sterkt eða 29,4% samanborið við 28,4% í lok árs 2013, og eiginfjárhlutfall A (Tier 1) var 26,3% (árslok 2013: 25,1%). 
 • LPA hlutfallið var 7,0% (árslok 2013: 8,3%). Hlutfall vanskila umfram 90 daga var 3,1% (árslok 2013: 3,5%).
 • Heildareignir voru 931 ma. kr. (árslok 2013: 866 ma. kr.), sem er 7,5% aukning frá áramótum. 

Helstu niðurstöður á 3. ársfjórðungi 

 • Hagnaður eftir skatta var 3,5 ma. kr. á 3. ársfjórðungi samanborið við 4,2 ma. kr. á sama tímabili 2013 
 • Arðsemi eigin fjár var 7,9% á fjórðungnum (3F2013: 10,6%).
 • Hreinar vaxtatekjur voru 7,1 ma. kr. á fjórðungnum (3F2013: 7,4 ma. kr.) Hreinn vaxtamunur var 3,1% (3F2013: 3,5%) sem er í takt við langtíma áætlanir bankans.
 • Hreinar þóknanatekjur voru 2,8 ma. kr. (3F2013: 2,5 ma. kr.) sem er 16% hækkun milli ára.
 • Heildar eignir voru 931 ma. kr. (júní 2014: 908 ma. kr.) og jukust um 3% á fjórðungnum.
 • Heildarinnlán jukust í 561 ma. kr. úr 543 ma. kr. í lok júní 2014 sem má rekja til eðlilegra sveiflna í innlánum frá viðskiptavinum og fjármálastofnunum.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:
„Ég er ánægð með afkomuna á fyrstu 9 mánuðum ársins sem er í samræmi við áætlanir. Það verður þó áframhaldandi áskorun að styrkja grunnreksturinn með kostnaðaraðhaldi og auknum tekjuvexti. Við höfum lagt áherslu á að auka hagkvæmni í rekstri en lækkun á stjórnunarkostnaði var 6,4% milli ára. Útlán til viðskiptavina hafa aukist um 54 milljarða króna á þessu ári.

Íslandsbanki hefur alltaf verið sterkur á sviði vöruþróunar á fjármálamarkaði og lagt áherslu á að bregðast við þörfum viðskiptavina á því sviði. Gott dæmi um þetta eru svokölluð fyrstukaupalán sem við kynntum á fjórðungnum en það eru fasteignalán á betri kjörum fyrir þá sem eru að kaupa húsnæði í fyrsta skipti. Við erum einnig stöðugt að þróa Íslandsbanka Appið með nýjum aðgerðum og sjáum 100% aukningu í fjölda færslna frá áramótum en samtals hafa 45 þúsund notendur hlaðið Appinu niður.

Um 5.000 viðskiptavinir Íslandsbanka eiga rétt á leiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum sínum í tengslum við aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Leiðréttingin er fjármögnuð með sérstökum bankaskatti og gerir Íslandsbanki ráð fyrir að greiða um 2,4 milljarða króna í þann skatt á árinu. Mikilvægt er að þetta verði tímabundin skattheimta eins og kynnt hefur verið. Aukin skattheimta skekkir mjög samkeppnishæfni íslenskra banka við erlendar fjármálastofnanir í þjónustu við stærri fyrirtæki landsins.“

Hér má sjá upptöku þar sem Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóra Íslandsbanka, segir frá uppgjörinu. 

Nánari upplýsingar:

Til baka

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall