Frétt

Íslandsbanki hf. : Stækkun á erlendri skuldabréfaútgáfu

Íslandsbanki hefur stækkað skuldabréfaútgáfu sína að fjárhæð 150 m. sænskra króna á gjalddaga 13. febrúar 2019.

Heildarstærð flokksins verður nú 600 m. sænskar krónur. Skuldabréfið sem er til fjögurra ára ber fljótandi vexti, 310 punkta ofan á þriggja mánaða Stibor en viðbótarútgáfan var seld á verðinu 101,99. Kaupendur voru fjárfestar frá Skandinavíu. Skuldabréfið er skráð í Kauphöllina á Írlandi.

Útgáfan er gefin út undir Global Medium Term Notes (GMTN) útgáfuramma bankans. Grunnlýsingu GMTN rammans ásamt viðaukum má finna á vefsíðu fjárfestatengsla.

Til baka

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall