Frétt

Leiðrétting: Flokkur sértryggðra skuldabréfa stækkaður – Frétt birt 2015-09-24

Leiðrétting: Röng upphæð var í tilkynningu sem send var út í gær um seld skuldabréf í útboði Íslandsbanka. Hefur upphæðin verið leiðrétt úr 2,22 ma. kr. í 2,32 ma. kr. í eftirfarandi tilkynningu:

Íslandsbanki hf. hefur í dag lokið útboði á einum flokki óverðtryggðra sértryggðra skuldabréfa. Flokkurinn ISLA CB 19 var boðinn út og seldust þar 2,32 ma. kr. á ávöxtunarkröfunni 6,90%. Að þessu sinni var öllum tilboðum tekið og heildarstærð ISLA CB 19 verður nú 4,18 ma. kr.

Alls hefur Íslandsbanki gefið út sértryggð skuldabréf að upphæð 44,89 ma. kr. frá fyrstu útgáfu bankans á slíkum bréfum í desember 2011. Stefnt er að töku bréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 30. september næstkomandi. Viðskiptavakt fyrir alla flokka sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka er á vegum MP Straums.

Til baka

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall