Frétt

Islandsbanki hf. : Fyrsta skuldabréfaútgáfa Íslandsbanka í norskum krónum

Hagstæðustu kjör bankans á erlendri fjármögnun til þessa.

Íslandsbanki hefur gefið út skuldabréf til þriggja ára að fjárhæð 500 milljónir norskra króna sem jafngildir 7,8 milljörðum íslenskra króna. Skuldabréfið ber þriggja mánaða fjótandi Nibor vexti að viðbættu 260 punkta álagi. Þetta er fyrsta útgáfa bankans í norskum krónum og með útgáfunni er bankinn að bregðast við áhuga frá norskum fjárfestum. Pareto Securities AB og DNB Bank ASA sáu um sölu bréfanna.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

"Við erum mjög ánægð með fyrstu skuldabréfaútgáfu bankans í Noregi. Með hverri erlendu útgáfu bankans hafa lánskjör batnað og bankinn því betur í stakk búin til að þjónusta viðskipavini sína sem þarfnast fjármögnunar í erlendum gjaldmiðlum."
Útgáfan er gefin út undir Global Medium Term Notes (GMTN) útgáfuramma bankans og verða bréfin skráð í írsku kauphöllina.

Grunnlýsingu GMTN rammans ásamt viðaukum má finna á vefsíðu fjárfestatengsla 

Til baka

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall