Frétt

Islandsbanki hf.: Útboð á sértryggðum skuldabréfum 11. nóvember

Íslandsbanki hf. verður með útboð á sértryggðum skuldabréfum föstudaginn 11. nóvember 2016. Boðnir verða út óverðtryggði flokkurinn ISLA CB 23 og verðtryggðu flokkarnir ISLA CBI 22 og ISLA CBI 26. Stefnt verður að skráningu þeirra í Kauphöll 18. nóvember.

Í tengslum við útboðið fer fram skiptiútboð þar sem eigendum verðtryggða flokksins ISLA CBI 16 gefst kostur á að selja skuldabréf í flokknum gegn kaupum á skuldabréfum í ofangreindu útboði. Verð skuldabréfa í flokki ISLA CBI 16 er fyrirfram ákveðið á pari sem jafngildir verðinu 100 og ávöxtunarkröfunni 3,50% (að viðbættum áföllnum vöxtum og verðbótum er verðið 115,7996515).

Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hefur umsjón með útboðinu. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar í síma 440 4490 eða með tölvupósti á vbm@isb.is.

 

 

Til baka

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall