Frétt

Islandsbanki hf.: Niðurstaða víxlaútboðs

Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á víxlum til sex og níu mánaða.

Í heild bárust tilboð upp á 2.460 m.kr. og var tilboðum tekið fyrir 1.200 m.kr.

Seldir voru víxlar til 6 mánaða að nafnverði 1.200 m.kr. á 4,40% flötum vöxtum. Heildartilboð voru 2.000 m.kr. á bilinu 4,30% - 4,50%.

Í 9 mánaða víxilinn bárust tilboð að nafnverði 460 m.kr. á bilinu 4,40% - 4,57%. Öll tilboð voru afþökkuð.

Stefnt er að því að víxlarnir verði teknir til viðskipta á Nasdaq Iceland 11. september.

Nánari upplýsingar veita:

Fjárfestatengsl - Gunnar S. Magnússon, ir@islandsbanki.is og í síma 440 4665.


Til baka

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall