Frétt

Islandsbanki hf.: Afkoma fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2018

Helstu atriði í afkomu Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 (9M18)

 • Hagnaður eftir skatta var 9,2 ma. kr. (9M17: 10,1 ma. kr.) og arðsemi eigin fjár var 7,1% á ársgrundvelli (9M17: 7,7%).
 • Hagnaður af reglulegri starfsemi var 9,0 ma. kr. (9M17: 10,2 ma. kr.) og arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 16% eiginfjárhlutfall þáttar 1 (CET1) var 9,0% á ársgrundvelli (9M17: 9,7%).
 • Hreinar vaxtatekjur voru 23,6 ma. kr. (9M17: 22,7 ma. kr.) sem er 4,3% hækkun á milli ára og var vaxtamunur 2,9% (9M17: 2,9%).
 • Hreinar þóknanatekjur voru 8,7 ma. kr. (9M17: 10,1 ma. kr.) sem er 13,5% lækkun frá 9M17 sem má að mestu rekja til lækkunar á þóknanatekjum í tveimur dótturfélögum bankans. 
 • Virðisbreyting útlána skilaði 1,9 ma. kr. hagnaði á tímabilinu samanborið við 0,6 ma. kr. hagnað á 9M17.
 • Stjórnunarkostnaður jókst um rúm 4,5% á milli ára og nam 20,2 ma. kr. (9M17: 19,3 ma. kr.). Hækkunin skýrist einkum af samningsbundnum launahækkunum auk kostnaðar vegna innleiðingar á nýju grunnkerfi bankans. 
 • Kostnaðarhlutfall samstæðu á tímabilinu var 65,6% samanborið við 60,3% á sama tímabili í fyrra, á meðan kostnaðarhlutfall móðurfélags og Íslandssjóða var 57,8% sem er lítillega yfir 55% langtímamarkmiði bankans. 
 • Útlán til viðskiptavina jukust um 10,6% (80,4 ma. kr.) frá áramótum í samtals 836 ma. kr. í lok september. Ný útlán á fyrstu níu mánuðum ársins voru 175,6 ma. kr. og dreifðust vel á milli viðskiptaeininga bankans.  
 • Innlán frá viðskiptavinum hækkuðu um 7,3% eða 41,6 ma. kr. frá áramótum og námu 609 ma. kr. í lok september.
 • Lausafjárstaða bankans er sterk bæði í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum og eiginfjárhlutföll eru sterk og vel umfram kröfur eftirlitsaðila og innri viðmið.
   

Helstu atriði í afkomu þriðja ársfjórðungs (3F18)

 • Hagnaður eftir skatta var 2,1 ma. kr. sem er sambærilegur hagnaður og á sama tímabili árið 2017 og arðsemi eigin fjár var 4,9% á ársgrundvelli (3F17: 4,7%).
 • Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 2,9 ma. kr. (3F17: 2,8 ma. kr.) og var arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 16% eiginfjárhlutfall þáttar 1 (CET1) 8,1% á ársgrundvelli (3F17: 7,9%).
 • Hreinar vaxtatekjur voru 8,3 ma. kr. (3F17: 7,5 ma. kr.) og var vaxtamunur 3,0% (3F17: 2,8%).
 • Hreinar þóknanatekjur voru 2,9 ma. kr. (3F17: 3,3 ma. kr.).

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka

Hagnaður Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins var í takt við væntingar og nam 9,2 milljörðum íslenskra króna sem samsvarar 7,1% arðsemi eigin fjár auk þess sem arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi var 9%. Ágætur gangur var í þóknanatekjum sem hækkuðu um 6,1% ef horft er til móðurfélags og Íslandssjóða auk þess sem kostnaðarhlutfall var ekki langt frá langtíma markmiði bankans um 55% kostnaðarhlutfall. Aftur á móti leiddu minni umsvif hjá tveimur af dótturfélögum bankans til 13,5% tekjusamdráttar hjá samstæðu á milli ára auk kostnaðarhlutfalls upp á 65,6% á samstæðugrunni. 

Áframhaldandi kraftur var í útlánum á þriðja ársfjórðungi sem hafa aukist um 10,6% á fyrstu níu mánuðum ársins eða um rúma 80 milljarða króna og kemur traust lánasafn bankans áfram mjög vel út í alþjóðlegum samanburði. Lausafjárstaða bankans er sterk í bæði íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum og hefur fjármögnun bankans verið farsæl frá áramótum og gaf bankinn meðal annars út sitt annað víkjandi skuldabréf í lok sumars. Ennfremur þá lækkaði Fjármálaeftirlitið í september heildarkröfu um eiginfjár-grunn úr 19,8% í 18,8% fyrir Íslandsbanka sem er til marks um að heldur hafi dregið úr áhættu bankans. 

Mikil umsvif hafa verið á gjaldeyrismarkaði í haust og hefur velta verið hæst hjá gjaldeyrismiðlun bankans síðustu mánuði. Íslandssjóðir náðu sinni hæstu markaðshlutdeild á íslenskum sjóðamarkaði og var fasteignafélagið FAST-1 sem var í stýringu Íslandssjóða selt með góðri ávöxtun fyrir fjárfesta. 

Í haust tók Íslandsbanki í notkun nýtt grunnkerfi fyrir innlán og greiðslumiðlun ásamt því að fjárfesta í nýrri tækni sem mun gera hann betur í stakk búinn við að takast á við breyttan bankaheim. Sem dæmi um stafrænar nýjungar bankans má nefna að Íslands-banki var nýlega fyrstur íslenskra banka til að opna fyrir öruggt auðkennanlegt netspjall á vef sínum en þessi þjónustuleið hefur notið mikilla vinsælda víða um heim og í næstu viku mun bankinn byrja að bjóða upp á snertilausar greiðslur með farsíma. 

Við erum sannfærð um að fjárfestingar bankans í öflugum tæknigrunni og stafrænum lausnum ásamt persónulegri þjónustu muni viðhalda framtíðarsýn bankans um að vera leiðandi í fjármálaþjónustu á Íslandi. 

Helstu atriði úr rekstri þriðja ársfjórðungs (3F18)

 • Í september tók Íslandsbanki í notkun nýtt grunnkerfi fyrir innlán og greiðslumiðlun og var um að ræða eitt stærsta hugbúnaðarverkefni sem ráðist hefur verið í hér á landi og mun gera bankann betur í stakk búinn til að takast á við breyttan bankaheim.
 • Íslandsbanki kynnti nýja stafræna lausn sem verður tekin í notkun í nóvember þar sem hægt verður að greiða fyrir verslun og þjónustu í öllum posum með símanum. Með þessu verður stigið stórt skref í því að einfalda greiðslumáta korthafa. 
 • Nýlega opnaði bankinn fyrir öruggt auðkennanlegt netspjall á vef sínum. Hingað til hefur þessi þjónusta ekki verið til staðar í íslenskri fjármálaþjónustu en þessi þjónustu-leið hefur notið mikilla vinsælda víða um heim.
 • Möguleikinn á að breyta yfirdrætti í appi bankans hefur fengið frábærar viðtökur við-skiptavina. Meira en helmingur af afgreiddum umsóknum um yfirdrátt koma í gegnum appið og hafa um 11.000 heimildir verið veittar sjálfvirkt.
 • Sértryggðir skuldabréfasjóðir Íslandssjóða hafa náð 10 milljarða íslenskra króna að stærð og eru þeir langstærstu á markaðnum. 
 • Mikil umsvif hafa verið á gjaldeyrismarkaði í haust og hefur velta verið hæst hjá gjaldeyrismiðlun bankans síðustu mánuði. 
 • Bankinn gaf út nokkrar skýrslur í haust, m.a. um efnahag og fjárhag lítilla og meðal-stórra fyrirtækja, íbúðamarkaðinn auk nýrrar þjóðhagsspá. Þar að auki hélt bankinn fjölmarga fundi með viðskiptavinum um m.a. fjármál við starfslok og fjármögnunarkosti í tengslum við íbúðalán. 
 • Yfir 155 milljónir söfnuðust í hlaupastyrk til góðra málefna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fór fram 18. ágúst. Þetta er töluverð aukning frá fyrra ári þegar söfnuðust 118 milljónir. Þátttakendur í hlaupinu voru um 14.000 og aldrei hafa fleiri tekið þátt í 10km og 3km hlaupi.
   

Fjárfestatengsl

Símafundur með fjárfestum á ensku kl. 9.30

Símafundur með markaðsaðilum vegna uppgjörs verður haldinn 8. nóvember kl. 9.30. Farið verður yfir helstu atriði í íslenskum efnahagsmálum og afkomu bankans. Fundurinn verður á ensku. 
Vinsamlegast skráið ykkur á símafundinn með að senda póst á: ir@islandsbanki.is. Fundargögn og aðgangsorð vegna símafundar verða send út til skráðra aðila fyrir fundinn.

Myndband

Hér má sjá myndband þar sem Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri Íslandsbanka segir frá uppgjörinu:

 

Frekari upplýsingar

Öll gögn má finna hér.

Fjárhagsdagatal og þögul tímabil

Upplýsingar um fjárhagsdagatal bankans og þögul tímabil má finna á vef fjárfestatengsla.

Nánari upplýsingar veita:

 

 

Til baka

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall