Frétt

Islandsbanki hf.: Niðurstaða útboðs sértryggðra skuldabréfa

Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á sértryggðum skuldabréfum.

Heildareftirspurn í útboðinu var 5.920 m.kr.

Samþykkt tilboð í óverðtryggða flokkinn ISLA CB 21 voru samtals 420 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 4,93%. Heildartilboð voru 680 m.kr. á bilinu 4,90% - 5,10%. Heildarstærð flokksins verður 2.740 m.kr. eftir útgáfuna.

Samþykkt tilboð í óverðtryggða flokkinn ISLA CB 23 voru samtals 1.580 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 4,97%. Heildartilboð voru 1.580 m.kr. á bilinu 4,89% - 4,97%. Heildarstærð flokksins verður 14.580 m.kr. eftir útgáfuna.

Samþykkt tilboð í verðtryggða flokkinn ISLA CBI 28 voru samtals 2.220 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,00%. Heildartilboð voru 3.660 m.kr. á bilinu 1,94% - 2,04%. Heildarstærð flokksins verður 10.320 m.kr. eftir útgáfuna.

Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 11. apríl næstkomandi.

Nánari upplýsingar veita:

Fjárfestatengsl - Gunnar S. Magnússon, ir@islandsbanki.is og í síma 440 4665.

Til baka

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall