Höfundar

Aldís Bjarnadóttir

Lögfræðingur í regluvörslu Íslandsbanka

Ásta Sigríður Skúladóttir

Mannauðsráðgjafi

Ásta er ráðgjafi í Mannauðsteymi Íslandsbanka. Hún hefur séð um orkustjórnun hjá starfsmönnum undanfarin ár með góðum árangri. Ásta er uppalinn Norðfirðingur og er gallharður stuðningsmaður landsbyggðarinnar.

Bergsveinn Guðmundsson

Sérfræðingur í Markaðsdeild

Bergsveinn hefur unnið í Markaðsdeild bankans frá 2007. Hann er þriggja barna fjölskyldufaðir úr Hafnarfirðinum sem dreymir helst um að verða atvinnumaður í golfi, en myndi sætta sig við Reykjavíkurmeistaratitil í langstökki.

Bergþóra Baldursdóttir

Sérfræðingur í Greiningu Íslandsbanka

Bergþóra Gylfadóttir

Lögfræðingur í innkaupadeild Íslandsbanka
Bergþóra Gylfadóttir er lögfræðingur í innkaupadeild Íslandsbanka.

Birna Einarsdóttir

Bankastjóri

Birna hefur verið bankastjóri Íslandsbanka frá 2008. Hún hafði áður starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs árið 2007 auk þess að hafa áður gegnt stöðu framkvæmdastjóra sölu- og markaðsmála, útibússtjóra og verið markaðsstjóri bankans. Í heildina hefur Birna unnið í 19 ár hjá Íslandsbanka og forverum hans.

Björgvin Ingi Ólafsson

Framkvæmdastjóri Viðskipta og þróunar

Björgvin Ingi er framkvæmdastjóri Viðskipta & þróunar. Ræturnar eru í Breiðholtinu en synirnir reyna ítrekað að breyta ÍR-ingnum í Stjörnumann eftir að flutt var í Garðabæinn. Björgvin Ingi les gjarnan bækur um gögn, markaðsmál og netið milli þess sem hann ferðast til að fara á tónleika og spila golf.

Björn Berg Gunnarsson

Fræðslustjóri

Björn Berg hefur umsjón með því umfangsmikla fræðslustarfi sem Íslandsbanki býður upp á.

Bóel Kristjánsdóttir

Ráðgjafi fyrirtækja á Kirkjusandi

Bóel Krisjánsdóttir er uppalinn Mosfellingur og starfar sem ráðgjafi fyrirtækja. Þar að auki hefur hún starfað sem lánastjóri ásamt því að hafa gengi í flest önnur störf í útibúi. Hún er þjálfari hjá meistaraflokki kvenna í Þrótti og fyrrverandi landsliðsþjálfari U17 kvenna í knattspyrnu.

Denis Cadaklija

Ráðgjafi í verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Íslandsbanka

Droplaug Jónsdóttir

Vefþróunarstjóri

Droplaug, eða Doppa eins og hún er alltaf kölluð, starfar sem vefþróunarstjóri hjá Íslandsbanka. Doppa veit ekkert betra en að skreppa norður í Aðaldalinn þar sem hún er alin upp.

Twitter: @droplaug

Dröfn Guðnadóttir

Viðskiptastjóri einstaklinga

Dröfn er viðskipstjóri einstaklinga á Suðurlandsbrautinni og hefur unnið hjá bankanum frá hausti 2007. Dröfn kemur úr stórum systrahópi en á tímabili var meiri en helmingur hópsins að vinna hjá Íslandsbanka. Í frítíma sínum stundar Dröfn Crossfit og kíkir með fjölskyldunni í ættaróðalið í sveitinni.

Edda Hermannsdóttir

Samskiptastjóri

Edda er samskiptastjóri Íslandsbanka. Hún er hagfræðingur og starfaði áður sem aðstoðarritstjóri á Viðskiptablaðinu og við dagskrárgerð á RÚV. Edda er af landsbyggðinni og nýtir hvert tækifæri sem hún getur til að komast í frí frá látunum í höfuðborginni.

Elísabet Helgadóttir

Starfsþróunarstjóri

Elisabet er starfsþróunarstjóri og starfar á Mannauðssviði. Mestur frítími hennar fer í að sinna barnaskaranum en hún passar upp á orkuna með að hlaupa reglulega um miðbæinn og stunda yoga.

Elvar Orri Hreinsson

Sérfræðingur í Greiningu

Elvar Orri Hreinsson starfar hjá Greiningu Íslandsbanka. Hann hefur starfað hjá bankanum frá því í maí 2012 og er menntaður viðskiptafræðingur með M.Sc. gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Hann er jafnframt mikill áhugamaður um Liverpool og telur að „næsta tímabil“ muni verða tímabilið þar sem hlutirnir gerast.

Finnur Bogi Hannesson

Vörustjóri húsnæðislána

Finnur Bogi er vörustjóri húsnæðislána hjá Íslandsbanka. Hann er gríðarlega liðtækur knattspyrnir og var m.a. valinn Knattspyrnumaður Vestur-Barðastrandarsýslu mörg ár í röð.

Gísli Elvar Halldórsson

Útibússtjóri á Granda

Gísli Elvar er útibússtjóri í útibúinu úti á Granda. Hann er þriggja barna faðir úr Mosfellsbæ og hefur starfað hjá bankanum í 13 ár. Þeim litla frítíma sem hann hefur úr að spila eyðir hann í hvers kyns hreyfingu, úti og inni.

Gísli Halldórsson

Sjóðstjóri

Gísli er sjóðstjóri hlutabréfa hjá Íslandssjóðum. Hann hefur starfað hjá bankanum frá því í maí 2012, fyrst sem ráðgjafi hjá VÍB.

Guðmundur Arnar Guðmundsson

Markaðsstjóri
Guðmundur Arnar er markaðsstjóri Íslandsbanka. Hann er eitursprækur Kópavogsbúi og fjölskyldufaðir í fullu starfi þegar hann er ekki í vinnunni.

Hildur Hilmarsdóttir

Sérfræðingur

Hildur er uppalin hjá Kreditkorti í Ármúla en hefur þó líka einhver tengsl við Stykkishólm. Hún er alltaf í gönguskóm nema í júlí og elskar náttúru Íslands.

Hjörtur Þór Steindórsson

Forstöðumaður - Orkuteymi

Hjörtur Þór er forstöðumaður í Orkuteymi Íslandsbanka. Hann er mikill áhugamaður um flest sem tengist orkumálum, þá sér í lagi sem tengist landi og þjóð. Í frítíma sinnir hann fjölskyldu og brothættri golfsveiflu.

Jón Bjarki Bentsson

Aðalhagfræðingur Íslandsbanka

Jón Guðni Ómarsson

Fjármálastjóri

Jón Guðni er fjármálastjóri Íslandsbanka. Hann hefur starfað hjá Íslandsbanka og forverum hans frá árinu 2000 með stuttu námshléi árin 2003-2004. Jón Guðni þykir "efnilegur" golfari og getur hlaupið 10km á virðulegum hraða.

Kristín Hrönn Guðmundsdóttir

Forstöðumaður á Fyrirtækjasviði
Kristín Hrönn er forstöðumaður Verslunar og þjónustu á Fyrirtækjasviði. Hún hefur gaman af því að klífa fjallstinda, ferðast með fjölskyldunni og æfa golfsveifluna í frítíma sínum.

Lára Björg Björnsdóttir

Ráðgjafi hjá VÍB

Lilja Gylfadóttir

Ráðgjafi hjá VÍB

Sara Margareta Fuxén

Deildarstjóri hjá VÍB

Sara er deildarstjóri hjá VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka. 

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir

Framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Íslandsbanka

Sigrún Hjartardóttir

Verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka

Sigurður Guðjón Gíslason

Sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum

Sölvi Sturluson

Viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka

Vignir Þór Sverrisson

Fjárfestingastjóri

Vignir er fjárfestingastjóri hjá VÍB Fjárfestingum. Hann er fjögurra barna faðir og fjórfaldur Járnkarl með brennandi áhuga á öllu sem viðkemur fjármálum, íþróttum og raftónlist. 

Twitter: @vignirsve

Netspjall