Finnur Bogi Hannesson
Vörustjóri húsnæðislána
18. september 2014

Aukalán til fyrstu kaupenda

Við fáum oft til okkar fólk sem er að hugleiða að kaupa sína fyrstu íbúð. Það er í fastri vinnu og með góða greiðslugetu en á erfitt með að komast yfir þann þröskuld sem útborgunin sjálf er.

Það eru nokkrar leiðir til að leysa þetta. Ein þeirra er að sjálfsögðu reglulegur sparnaður. Hjá Íslandsbanka bjóðum við upp á svokallaðan Húsnæðissparnað, þar sem fólki gefst kostur á að leggja fyrir á bundinn reikning í hverjum mánuði og fá svo afslátt af lántökugjöldum þegar komið er að íbúðarkaupum.

Útspil ríkisstjórnarinnar, leiðréttingin svokallaða, þýðir að fólk getur notað séreignasparnað (viðbótarlífeyrissparnað) sinn til að leggja fyrir útborgun í fyrstu íbúð. Kosturinn við að nýta þess leið er að úttektin er skattfrjáls og því færðu meira til baka heldur en ef þú myndir taka hann út sem laun.

Lán til fyrstu kaupa

Nú kynnum við til sögunnar ný lán til þeirra sem eru að kaupa í fyrsta skipti. Við lánum aukalega 1.500. þús. kr. til allt að 10 ára, sem ætti að lækka þröskuldinn við útborgunina. Skilyrði er að viðkomandi standist greiðslumat og sé með viðbótarlífeyrissparnað, óháð vörsluaðila, og hafi þannig rétt til að nýta sér skattfrjálsa niðurgreiðslu húsnæðislán næstu 3 árin. Á láninu er ekkert uppgreiðslugjald og fram til áramóta 2014 býðst 50% afsláttur af lántökugjöldum. Þá er þetta hugsað sem viðbót við hefðbundna fjármögnun (upp að 80% af kaupverði).

Það er í sjálfu sér ekki nýtt að ungt fólk hafi þurfi að leita sérlausna til að koma sér þaki yfir höfuðið. Það má segja að engar töfralausnir séu í boði, en þó er ráð að huga snemma að húsnæðismálunum og sparnaður gegnir þar lykilhlutverki. Ráðgjafar okkar í húsnæðisþjónustu í útibúum Íslandsbanka aðstoða ungt fólk og foreldra við að fara yfir þá valkosti sem í boði eru vegna fyrstu íbúðarkaupanna.

Smelltu hér til að kynna þér betur lán til fyrstu kaupa.

0e5eb02a-3f24-11e4-bde2-005056b00087
Netspjall