Bóel Kristjánsdóttir
Ráðgjafi fyrirtækja á Kirkjusandi
12. nóvember 2014

Aukin þjónusta við húsfélög

Nú höfum við bætt nýjum reiknivélum inn á vefinn okkar sem eru sérstaklega hugsaðar fyrir húsfélög. Þar er annars vegar hægt að reikna út skiptingu sameiginlegs kostnaðar fyrir hverja íbúð og hins vegar skiptingu húsgjalda á hverja íbúð í húsinu.

Þessar reiknivélar munu einfalda líf gjaldkera húsfélaga mikið þegar kemur að skiptingu á kostnaði. Nú geta þeir á einfaldan hátt reiknað út greiðsluáætlun fyrir hverja íbúð á heilu ári en líka tekið með í reikninginn gjöld sem greidd eru jafnvel bara einu sinni. Það eina sem gjaldkerinn þarf að vita er hversu hátt hlutfall hver íbúð á að greiða, allt frá 0% og upp í 100%.

Hér má sjá skjáskot af reiknivélinni sem ætluð er fyrir skiptingu kostnaðar.

Húsfélög - reiknivél fyrir skiptingu kostnaðar

Að lokum erum við með nýtt netfang – husfelag@islandsbanki.is - sem húsfélög geta nýtt sér og sent inn allar beiðnir um breytingar á gjöldum og greiðendum. Stjórnarkjörsblöð og umsóknir um lán þurfa þó áfram að berast í útibú í frumriti.

Við vonum að þessar nýjungar einfaldi lífið fyrir viðskiptavini okkar.

63e9f66d-32c8-11e4-bde2-005056b00087
Netspjall