Elísabet Helgadóttir
Starfsþróunarstjóri
26. september 2015

QuizUp og Íslandsbanki - spilað í vinnunni

Fyrir nokkru tilkynntu Plain Vanilla og Íslandsbanki um samstarf fyrirtækjanna í tengslum við nýja vöru frá Plain Vanilla sem kallast QuizUp at Work. Um er að ræða útgáfu að QuizUp sem er sérsniðin að fyrirtækjum og gerir þeim kleift að nýta þennan vinsæla spurningaleik í fræðslustarfi og við innleiðingu á stefnu og til að byggja upp stemningu meðal starfsmanna.

Reynslan fyrstu dagana lofar góðu og hafa starfsmenn tekið þessari nýjung fagnandi. Allt bendir til þess að QuizUp at Work þjóni einmitt þessum tilgangi, þ.e. að búa til skemmtilega og gagnvirka leið til þess að fræða og upplýsa um alla skapaða hluti innan bankans og ekki síst, skapa góða stemningu.

Sem stendur er aðeins einn spurningaflokkur í boði sem snýr að almennri þekkingu um bankann, vörur hans og þjónustu. Áhersla er lögð á að húmor og skemmtilegar spurningar í bland við alvörugefnari spurningar um stefnumótun og regluverk. Við sjáum fyrir okkur að fjölga flokkum og nýta t.d. leikinn við eftirfylgni eftir ýmis skyldunámskeið fyrir starfsmenn.

Það er nefnilega ekki alltaf sem fólk fær tækifæri til að spila í vinnunni.

--------------------------------------------------------

Við hjá Íslandsbanka leggjum mikið upp úr öflugu fræðslustarfi. Við höldum bæði námskeið sem fólki er skylt að sækja til að geta stundað sína vinnu en líka námskeið og kynningar sem getur hjálpað fólki að ná árangri í sínu einkalífi.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem kynnir fræðslustarfið hjá okkur.

f02b8ca9-5601-11e4-bde2-005056b00087
Netspjall