11. apríl 2017

Það er hægt

Það er hægt

Íslandsbanki fór í vikunni af stað með herferð um íbúðakaup ungs fólks undir heitinu „Það er hægt“ í samstarfi við Vísir.is. Á erfiðum fasteignamarkaði er mikilvægt að teikna ekki upp glansmynd en um leið mikilvægt að leita lausna. Viðbrögð herferðarinnar voru mikil og ýmsum þótti bankinn þó vera á rangri braut og gera lítið úr erfiðri stöðu. Stundin fjallaði um málið í pistlinum „Ákvörðun Íslandsbanka að færa ábyrgðina yfir á unga fólkið“.

Það hefur alltaf verið erfitt að eignast sína fyrstu íbúð - spurðu bara mömmu og pabba eða ömmu og afa. Það tekur á, það kostar málamiðlanir og þolinmæði, en þegar upp er staðið margborgar það sig að halda áfram og leggja ekki árar í bát.

-úr „bréfi til ungs fólks

Skilaboð herferðarinnar eru einföld. Það er mjög erfitt fyrir flesta að kaupa sér fyrstu íbúð í dag. Það hefur þó alltaf verið erfitt að kaupa sér íbúð, fyrir utan árin þrjú fyrir hrun þegar 100% lán voru í boði. Enginn vill fara þangað aftur. Núna hefur fasteignaverð hækkað mikið, þá er sérstaklega erfitt að kaupa og auðvelt að gefast upp. Til stuðnings þessu sýna kannanir okkar að 40% þeirra sem ætla að kaupa á næstu þremur árum eru ekki að spara í dag. Markaðurinn er afskaplega erfiður en því betur undirbúin(n) sem þú ert þegar rétti tíminn kemur að kaupa, því betra.

Við erum alls ekki að gera lítið úr þeim ærna vanda sem til staðar er. Þegar við hvetjum fólk til að gefast ekki upp erum við síst af öllu að segja að þetta sé auðvelt. Þetta er ekki auðvelt. Við viljum einfaldlega hefja samtalið á þeim stað sem við erum raunverulega á. Staðan er erfið. Margir leita til foreldra ef kostur er á, skera neyslu við nögl eða leyfa sér ekki eitthvað, sem hefði verið hægt að leyfa sér, ef ekki væri verið að spara markvisst fyrir fyrstu eign.

Skilaboðin okkar eru einföld: Því fyrr sem þú hefur undirbúning, setur þér markmið, dregur úr neyslu og byrjar að spara, því betri stöðu ertu í. Fyrsta skrefið er að skilja fjárhagslegu stöðuna til hlítar og þar viljum við vera til aðstoðar og fara yfir málin með þér.

Eitt af gildum Íslandsbanka er fagleg. Íslandsbanki leggur mikið upp úr því að veita vandaða ráðgjöf. Í okkar útibúum starfa ráðgjafar í húsnæðisþjónustu sem eru vottaðir fjármálaráðgjafar. Þeir hafa mikla reynslu í að aðstoða fyrstu kaupendur. Slík ráðgjöf byrjar stundum á því að fólk nýti sér skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar eða annan húsnæðissparnað. Það er mikilvægt að byrja sem fyrst að byggja upp eigið fé, því það tekur tíma.

Undanfarnar vikur höfum við tekið viðtöl við tugi fyrstu kaupenda og hlustað á sögu þeirra.Þeim sögum munum við deila á næstu vikum bæði á Visir.is og samfélagsmiðlum. Það er von okkar að fagleg ráðgjöf og hvetjandi sögur hjálpi fleirum að byrja skipuleggja sig því þó markaðurinn sé erfiður núna getur hann verið orðinn allt annar eftir 1, 2 eða 3 ár.

Það er skiljanlegt að mikil pressa sé á sveitarfélögum og ríkinu að stuðla að auknu framboð íbúða og draga úr húsnæðiskostnaði fólks. Eðlilega er fólk mjög ósátt við stöðuna og skort á framboði eigna. Ef horft er á málin með jákvæðum hætti má líta til þess að Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög hafa lagt grunn að verulega auknu lóðaframboði, með áherslu á minni eignir, sem mun koma þeim til góða sem nota næstu misseri í að búa í haginn fyrir kaup síðar.

Á fyrsta degi herferðarinnar komu fjölmargir í ráðgjöf. Margir lýstu ánægju með að talað var um hlutina eins og þeir eru og að ekki væri verið að mála glansmynd af alvarlegri stöðu. Eftir heimsóknina höfðu viðskiptavinir meiri skilning á sinni stöðu og hófu margir vegferð að fyrstu kaupum ,  með góðri aðstoð.

1bca509b-086c-11e5-b75e-005056b00087,0e5eb02a-3f24-11e4-bde2-005056b00087
Netspjall