Glitnir Sjóðir greiða út allar eignir úr Sjóði 9

30.10.2008

Glitnir Sjóðir hf. greiða út allar eignir úr Sjóði 9 - peningamarkaðsbréf í dag, fimmtudag. Fjármunirnir verða lagðir inn á sparnaðarreikninga í nafni hvers sjóðfélaga í hlutfalli við eign þeirra í sjóðnum.

Útgreiðsluhlutfall sjóðsins er 85,12% sem er allt laust fé sjóðsins sem og það endurgjald sem hann fékk fyrir verðbréfasafn sitt. Þetta hlutfall miðast við síðasta skráða viðskiptagengi í Sjóði 9, þann 6. október sl. Upphæðin verður lögð inn á innlánsreikninga sjóðfélaga. Starfsmenn og stjórn sjóðsins hafa á síðustu vikum lagt höfuðáherslu á að koma verðbréfasafni sjóðsins í verð til þess að geta greitt út inneign sjóðfélaga og lágmarka þannig tap þeirra.

Bestu innlánskjör í boði fyrir sjóðfélaga

Upphæð, sem svarar til hlutfalls hvers sjóðfélaga í sjóðnum, verður lögð inn á sparnaðarreikning í þeirra nafni hjá Nýja Glitni. Um er að ræða sparnaðarreikning Eignastýringar sem býður bestu fáanlegu kjör hjá Glitni. Sérkjör reikningsins eru í boði fram að áramótum fyrir þá fjárhæð sem sjóðfélagar fá greidda úr sjóðnum. Reikningurinn er opinn og hægt að taka út af honum á hefðbundinn hátt, í útibúum bankans og Netbanka Glitnis. Sjóðfélögum verður sent bréf með nánari upplýsingum um útgreiðslufjárhæð og sparnaðarreikninginn.

Hagsmunir sjóðfélaga í forgrunni

Peningamarkaðssjóðir á Íslandi hafa verið lokaðir til þess að vernda hagsmuni sjóðsfélaga og freista þess að ná sem bestri niðurstöðu fyrir þá. Lokunin hefur valdið mörgum viðskiptavinum óþægindum sem Glitnir Sjóðir harma. Bankinn hefur reynt að koma til móts við þarfir viðskiptavina sem hafa þurft á aðstoð að halda.

Rétt er að árétta að allar fjárfestingar Sjóðs 9 hafa verið í samræmi við lög, reglur og fjárfestingarheimildir sjóðsins. Það var síðast staðfest af Fjármálaeftirlitinu 2. október sl. á heimasíðu FME - www.fme.is.

Þjónusta við sjóðfélaga næstu vikur

Starfsmenn Eignastýringar og útibúa Nýja Glitnis eru til þjónustu reiðubúnir fyrir viðskiptavini. Peningamarkaðssjóðir í erlendri mynt og nokkrir verðbréfasjóða Glitnis eru því miður enn lokaðir. Áfram er unnið að lausn þess máls og er vonast til þess að hún liggi fyrir innan tíðar þar sem hagsmunir sjóðfélaga verða, eftir sem áður, hafðir að leiðarljósi.

Starfsfólk Eignastýringar Glitnis hvetur sjóðfélaga til þess að hafa samband við ráðgjafa bankans í eignastýringu eða í útibúum. Vegna fyrirsjáanlegs álags hjá ráðgjöfum er æskilegt að hafa samband símleiðis eða með tölvupósti og bóka alla fundi með fyrirvara. Símanúmer þjónustuvers Glitnis er 440 4000 og símanúmer hjá ráðgjöfum í eignastýringu er 440 4920. Einnig er hægt að senda almennar fyrirspurnir á verdbrefavakt@glitnir.is.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Nýja Glitnis:

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall