Greiðslujöfnun vegna verðtryggðra fasteignalána

19.11.2008

Frumvarp um breytingu á lögum um greiðslujöfnun fasteignaveðlána hefur verið samþykkt á Alþingi. Allir einstaklingar sem eru viðskiptavinir  Glitnis og hafa tekið verðtryggð lán  hjá bankanum með fasteignaveði geta nú óskað eftir greiðslujöfnun lána sinna  telji þeir það henta aðstæðum sínum. Breytingin er viðskiptavinum að kostnaðarlausu.

Greiðslujöfnun felst í því að  Hagstofa reiknar  nýja  vísitölu , svonefnda  greiðslujöfnunarvísitölu . Ef afborganir reiknaðar samkvæmt þessari vísitölu reynast lægri en afborganir samkvæmt vísitölu neysluverðs er  greiðslu á  mismuninum frestað þar til greiðslujöfnunarvísitalan hækkar á ný umfram vísitölu  neysluverðs.  Mismunurinn er færður á sérstakan jöfnunarreikning sem bætist við höfuðstól lánsins  og reiknast á hann verðbætur og vextir eins og af láninu sjálfu.  Sé skuld á jöfnunarreikningi við lok upphaflegs lánstíma er lánstíminn lengdur, en greiðslubyrði helst sem næst óbreytt.

Þegar og ef afborganir af láninu, reiknað samkvæmt greiðslujöfnunarvísitölunni, eru hærri en afborganir reiknað samkvæmt neysluvístölu greiðist mismunurinn inn á jöfnunarreikninginn til lækkunar höfuðstóls lánsins.

Greiðslujöfnun felur á engan hátt í sér eftirgjöf á skuldum heldur er í raun um frestun á hluta afborgana að ræða. Greiðslubyrði verðtryggðra lána hefur vaxið ört að undanförnu vegna mikillar verðbólgu, samhliða því að kaupmáttur fólks hefur rýrnað. Greiðslujöfnun er leið fyrir lántakendur til þess að brúa þetta erfiða tímabil með því að létta greiðslubyrðina tímabundið meðan niðursveiflan gengur yfir.

Til lengri tíma litið leiðir greiðslujöfnun til aukins kostnaðar í formi vaxta og verðbóta á upphæðina sem frestast og eignamyndun seinkar að sama skapi. Því er ekki sjálfgefið að fólk kjósi eða hafi hag af greiðslujöfnun. Hver og einn þarf að skoða þetta í ljósi aðstæðna sinna og taka ákvörðun í samræmi við það. Lántakendur geta sagt sig frá greiðslujöfnun síðar á lánstímanum ef aðstæður þeirra breytast til betri vegar.

Ekki er unnt að segja nákvæmlega fyrir um áhrif greiðslujöfnunar til lækkunar á greiðslubyrði lána í desember þar sem útreikningarnir byggja á spám. Þó er reiknað með að afborganir af lánum í desember verði að minnsta kosti 6% lægri hjá þeim sem velja greiðslujöfnun, en ella hefði orðið. Í febrúar er reiknað með að afborganir lána hjá þeim sem nýta sér greiðslujöfnun verði um 11% lægri en hjá þeim sem ekki fara þessa leið. Miðað við efnahagsspá Seðlabankans er áætlað að í lok næsta árs verði greiðslubyrði þessara lána um 17% lægri en hún yrði án greiðslujöfnunar.

Viðskiptavinum Glitnis er bent á að hafa samband við sitt viðskiptaútibú óski þeir eftir greiðslujöfnun fasteignalána sinna. Sækja þarf um greiðslujöfnun í síðasta lagi 25. nóvember 2008 til að gjalddagar í desember verði greiðslujafnaðir. Eftirleiðis þarf að sækja um greiðslujöfnun fyrir 20. hvers mánaðar til að gjalddagi í næsta mánuði sem fer á eftir verði greiðslujafnaður.

Spurt og svarað um greiðslujöfnun

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall