Nýi Glitnir mun breytast í Íslandsbanka

17.12.2008

Hinn 20. febrúar 2009 mun Nýi Glitnir taka upp nafnið Íslandsbanki. Breytingaferlið, sem mun eiga sér stað á næstunni, var kynnt starfsmönnum bankans í dag en samhliða nafnbreytingunni voru kynntar áherslubreytingar í starfsemi bankans. Fram til 20. febrúar munu allir starfsmenn bankans koma með virkum hætti að stefnumótunarstarfinu.

Á undanförnum mánuðum hafa orðið miklar breytingar í íslensku efnahagslífi. Mikilvægt er að íslenskt bankakerfi komist sem allra fyrst á fullt skrið til þess að styðja við einstaklinga og atvinnufyrirtæki. Stjórn og starfsfólk bankans munu taka þátt í uppgjöri við fortíðina af heilindum og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að liðsinna óháðum aðilum við úttekt á starfsemi undanfarinna ára. Þá er það stefna stjórnar bankans að fá erlent ráðgjafafyrirtæki til þess að fara yfir allt innra eftirlit bankans. „Starfsfólk bankans gerir sér fulla grein fyrir því að nafnið Glitnir hefur beðið hnekki í því aftakaveðri sem gengið hefur yfir íslenskt fjármálalíf undanfarna tvo mánuði," segir Birna Einarsdóttir bankastjóri. „Með nafnabreytingunni er þó ekki verið að setja nýjar umbúðir utan um gamla starfsemi, heldur verið að leggja áherslu á að bankinn er í dag fyrst og fremst íslenskur banki. Helsta hlutverk Íslandsbanka verður að þjóna íslenskum heimilum og fyrirtækjum. Því hlutverki ætlum við að sinna af alúð og ábyrgð."

Breytingin á bankanum gerist ekki á einni nóttu. Breytingarnar koma innan frá og mun öllu starfsfólki bankans gefast kostur á að koma að því ferli. Bankinn mun einnig sækja hugmyndir um bætta þjónustu og breyttan banka til viðskiptavina sinna. „Starfsfólk bankans mun leggjast í mikla stefnumótunarvinnu næstu tvo mánuðina þar sem grunnurinn verður lagður að nýjum banka", segir Birna, og bætir við að markmiðið sé að halda kostnaði vegna nafnabreytingarinnar í lágmarki. Hún segir starfsfólk bankans gera sér fulla grein fyrir að breytingarnar fela í sér miklar áskoranir. Nafnabreytingin verður lágstemmd að hennar sögn og áhersla lögð á að láta verkin tala.

Í þessari viku kynnir bankinn verklagsreglur vegna fyrirtækja sem eiga í tímabundnum erfiðleikum. Birna segir brýnt að fyrirtæki viti hvernig unnið er að úrlausn þeirra mála innan bankans. „Við munum kynna hvaða aðilar koma að ferlinu, hver viðskiptamörk eru og lánaheimildir. Þetta er fyrst og fremst gert til þess að auka gegnsæi í vinnubrögðum bankans." Birna segir stjórnarmenn og stjórnendur bankans hafa lagt áherslu á að ljúka við endurskoðun á verklagsreglum og samþykkt nýrra vinnuferla varðandi útlánamál fyrirtækja. „Það er mikilvægt að auka gegnsæi í ákvarðanatöku bankans og kynna betur eftir hvaða vinnureglum við störfum. Í því sambandi höfum við ákveðið að birta mikilvægar verklags- og starfsreglur á vef bankans".

Þá hafa starfsmenn bankans lagt sig fram við að koma til móts við einstaklinga og fyrirtæki í fjárhagsvanda, m.a. með frestun afborgana og vaxtagjalddaga. Hlutverk umboðsmanns viðskiptavina bankans hefur verið víkkað út, en stofnað var til þess embættis hjá bankanum árið 1995. Umboðsmaður hefur hingað til aðallega sinnt málefnum einstaklinga sem hafa geta áfrýjað málum sínum til hans, hafi þeir ekki talið sig hafa fengið viðunandi lausn í samskiptum sínum við bankann. Hér eftir mun hann einnig fjalla um málefni og hagsmuni fyrirtækja.

Birna segir ljóst að mörg krefjandi verkefni séu framundan hjá bankanum: „Bankinn hefur frá upphafi gegnt lykilhlutverki í atvinnuuppbyggingu þjóðarinnar. Við ætlum að byggja áfram á þeirri þekkingu bankans og styðja við atvinnustarfsemi í landinu og leggjum áherslu á að þekking og reynsla okkar starfsfólks nýtist í því uppbyggingarstarfi sem framundan er."

Már Másson, forstöðumaður samskiptasviðs, sími: 844-4990, tölvupóstfang: mar.masson@glitnir.is.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall