Viðskiptasetur í húsnæði Glitnis í Lækjargötu

30.12.2008

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Nýi Glitnir undirrituðu í gær samning um rekstur nýs viðskiptaseturs í húsnæði Nýja Glitnis í Lækjargötu. Nýi Glitnir leggur til tvær hæðir í húsnæði bankans í Lækjargötu 12 en rekstur setursins verður í höndum Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

,,Ég er mjög ánægð með þetta samstarf okkar við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Það hefur sjaldan verið jafnmikilvægt að hlúa að sprotastarfsemi á Íslandi og nú og ég er viss um að starfsemin í þessu húsi á eftir að bera ávöxt," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Nýja Glitnis.

Gert er ráð fyrir að í viðskiptasetrinu í Lækjargötu verði vinnuaðstað fyrir um 30 manns.

Í nýja viðskiptasetrinu í Lækjargötu munu einstaklingar og hópar fá aðstöðu til að vinna að frumkvöðlahugmyndum gegn sanngjarnri leigu undir faglegri umsjón sérfræðinga Impru á Nýsköpunarmiðstöð. Hægt er að sækja um aðstöðu á vef Nýsköpunarmiðstöðvar, www.nmi.is.

Undanfarnar vikur hefur orðið gífurleg vakning um mikilvægi nýsköpunar og er samningur Nýja Glitnis og Nýsköpunarmiðstöðvar liður í aðgerðum miðstöðvarinnar til að styðja við sprotafyrirtæki.

Sigríður Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands segir að nú sé að losna um mikinn mannauð í íslensku atvinnulífi og mikilvægt sé að hlúa að honum og byggja upp ný atvinnutækifæri.

„Íslendingar eru í eðli sínu miklir frumkvöðlar og skapandi. Fjölmargir einstaklingar hafa leitað ráða hjá okkur varðandi stofnun og rekstur nýrra sprotafyrirtækja og það er frábært að geta boðið þeim aðstöðu, stuðning og faglega aðstoð við framkvæmd viðskiptahugmyndanna og því fögnum við þessu góða samstarfi Nýja Glitnis og Nýsköpunarmiðstöðvar," segir Sigríður.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall