Uppskipting eigna Sjóðs 1

12.01.2009

Síðustu vikur og mánuði hefur verið unnið að því að finna leið til að opna Sjóð 1 aftur með hagsmuni sjóðseigenda að leiðarljósi. Nú hefur verið fundin lausn á málinu sem er ætlað að koma til móts við þarfir sem flestra og breyting á reglugerð sjóðsins hefur verið samþykkt. Sjóði 1 verður nú skipt upp í tvo flokka, flokk 1A og flokk 1B. Viðskiptavinir velja í hvorn flokkinn þeir færa hlutdeild sína. 

Flokkur 1A

Flokkur 1A verður rekinn áfram sem verðbréfasjóður og verður stýrt áfram í samræmi við núverandi stefnu Sjóðs 1. Flokkur 1A er skráður í Kauphöll og hægt er að framselja hlutdeildarskírteini milli aðila en skv. reglum sjóðsins verður ekki hægt að innleysa í sjóðnum fyrr en 1. júlí 2009. Með þessu móti verður hægt að verja eignir sjóðsins og hámarka þannig ávöxtun hans og lágmarka áhættu eins og kostur er.  Að þessum tíma liðnum verður flokkurinn opnaður aftur fyrir fjárfestingar og innlausnir.

Flokkur 1B

Flokki 1B verður slitið. Laust fé og andvirði ríkisbréfa verður greitt inn á innlánsreikninga í nafni sjóðseigenda í samræmi við hlutfallslega eign þeirra, eftir að skipting í flokka liggur fyrir þann 15. janúar næstkomandi. Aðrar eignir flokksins verða greiddar út á sama hátt eftir því sem þær fást greiddar uns engar eignir eru eftir í eignasafni flokksins. Hafa ber í huga að meðaltími skuldabréfasafns sjóðsins er 3,1 ár og því getur talsverður tími liðið þangað til skuldabréfin fást greidd.  Hvorki verður hægt að fjárfesta né innleysa í flokki 1B.

Samsetning eigna flokka 1A og 1B verður hlutfallslega jöfn miðað við núverandi stöðu Sjóðs 1.   

Öllum þeim sem eiga hlutdeildarskírteini í Sjóði 1  hefur verið sent bréf um ofangreinda skiptingu og þeir beðnir um að skila inn samþykkisblaði ef þeir hyggjast færa hluta af eða alla eign sína í flokk 1A.  Samþykkið þarf að berast til Eignastýringar Glitnis fyrir 15. janúar næstkomandi.  Hægt er að senda það með pósti eða afhenda í næsta útibúi Glitnis. Ef ekkert samþykki berst frá viðskiptavini fyrir 15. janúar verður eignin hans/hennar færð í flokk 1B  sem verður slitið í kjölfarið. 

Ráðgjafar eignastýringar Glitnis veita fúslega allar nánari upplýsingar og ráðgjöf í síma 440 4920.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall