Staða bankastjóra auglýst þegar efnahagsreikningur liggur fyrir

17.01.2009

Eins og fram hefur komið hefur stjórn Nýja Glitnis ákveðið að auglýsa stöðu bankastjóra í samræmi við vilja ríkisstjórnarinnar. Það er niðurstaða stjórnarinnar að staðan verði auglýst þegar efnahagsreikningur Nýja Glitnis liggur fyrir, en gert er ráð fyrir að hann liggi fyrir í febrúar. Bankastjórnin hefur farið þess á leit við Birnu Einarsdóttur, bankastjóra, að hún haldi áfram störfum þar til ráðið hefur verið í stöðuna.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Nýja Glitnis:

,,Við erum að takast á við mörg áríðandi verkefni sem snúa að heimilum og fyrirtækjum í landinu. Í dag vorum við að klára stefnufund bankans þar sem um 600 starfsmenn mættu í frítíma sínum til þess að móta stefnu fyrir nýjan banka. Varðandi stöðu bankastjóra þá mun ég skoða hvort ég sæki um þegar staðan verður auglýst."

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall