Tímabundin lækkun á leigugreiðslum bílasamninga Glitnis Fjármögnunar

13.02.2009

Glitnir Fjármögnun hefur ákveðið að bjóða þeim viðskiptavinum sem eru með bílasamninga í erlendri mynt skilmálabreytingu sem felur í sér tímabundna lækkun á leigugreiðslu í 8 mánuði og lengingu á samningi um fjóra mánuði. Lækkunin er um 50% miðað við fulla leigugreiðslu í janúar 2009 og verður greiðslan föst krónutala þá 8 mánuði sem um ræðir. Hingað til hefur Glitnir Fjármögnun boðið viðskiptavinum sínum sem eru með bílasamninga í erlendri mynt að greiða eingöngu vexti af samningnum.

Dæmi:
Leigugreiðsla sem var kr. 100.000 í janúar 2008 var orðin u.þ.b. kr. 175.000 í janúar 2009.
Lækkun á leigugreiðslum um 50% miðað við janúar 2009, þýðir að leigugreiðslan verður kr. 87.500 næstu átta mánuði.

Þessi breyting er þeim sem eru að fá skilmálabreytingu í fyrsta skipti að kostnaðarlausu en kostar kr. 2.900 fyrir þá sem eru að fá breytingu í annað sinn. Hægt verður að sækja um þessa skilmálabreytingu á heimasíðu Glitnis fjármögnunar frá og með þriðjudeginum 17. febrúar.

Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Glitnis fjármögnunar:
,,Það er ljóst að gríðarleg veiking krónunnar hefur haft afar neikvæð áhrif á marga af okkar viðskiptavinum. Margir þeirra hafa orðið fyrir kjaraskerðingu vegna atvinnumissis, skertra launa eða lægra starfshlutfalls og hefur greiðslugeta þeirra því minnkað samfara því. Við höfum á síðustu mánuðum unnið að skilmálabreytingum fyrir fjölmarga viðskiptavini okkar. Með þessari lausn erum við að reyna að koma enn frekar til móts við þarfir þeirra.?

Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Glitnis banka og hjá Glitnir fjármögnun

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall