Íslandsbanki snýr aftur

20.02.2009

Íslandsbanki er nýtt nafn Nýja Glitnis frá og með deginum í dag. Nafnabreytingin var formlega kynnt á fundi með fjölmiðlafólki í höfuðstöðvum Íslandsbanka við Kirkjusand í dag. Tilkynnt hafði verið um fyrirhugaða nafnabreytingu í desember á síðasta ári.

Nafnið Íslandsbanki varð fyrst til árið 1904 þegar Íslandsbanki var stofnaður og starfræktur fram til ársins 1930 þegar Útvegsbankinn tók yfir starfsemi Íslandsbanka. 60 árum síðar, eða árið 1990 varð Íslandsbanki til á nýjan leik þegar Útvegsbankinn, Iðnaðarbankinn, Verslunarbankinn og Alþýðubankinn sameinuðust undir nafni Íslandsbanka. Nú er Íslandsbankanafnið tekið upp í stað Glitnis eftir fall fjármálakerfisins.

Meðal þess sem leiddi til þeirrar ákvörðunar að taka á ný upp nafnið Íslandsbanki voru tillögur fjölmargra viðskiptavina bankans á undanförnum mánuðum. Íslandsbanki er verðmætt og þekkt vörumerki. Nafnið er rótgróið og hefur mikla skírskotun í þá nýju stefnu bankans að horfa fyrst og fremst á sitt næsta umhverfi og þjónusta íslensk fyrirtæki og fjölskyldur.

„Þetta er enn einn áfanginn á þeirri leið að byggja upp nýjan banka. Við gerðum okkur strax grein fyrir því að nafnabreyting yrði að koma til. Bæði sem lið í að byggja upp traust á nýjan leik og losna við hættuna á eilífum misskilningi vegna gamla og Nýja Glitnis. Okkur þykir líka vænt um Íslandsbankanafnið og það kom berlega í ljós að viðskiptavinir okkar eru mjög ánægðir með þetta nafn."

„Við höfum kappkostað að þessi breyting verði eins ódýr og mögulegt er. Við endurnýtum allt það markaðsefni sem hægt er og hér er engu hent. Í mörgum tilvikum límum við einfaldlega yfir gamla nafnið og öll skilti er reynt að endurnýta. Með þessu móti tekst okkur að halda kostnaðinum við nafnabreytinguna í algjöru lágmarki."

Nýtt merki Íslandsbanka hefur einnig verið tekið í notkun og byggir það á eldri merkjum Íslandsbanka og Glitnis. Rauði liturinn heldur sér en formið er bein skírskotun til gamla merkis Íslandsbanka.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall