Nýtt viðskiptasetur í Lækjargötu

23.02.2009

Frumkvöðlar kynna viðskiptahugmyndir sínar við opnun Kvosarinnar þann 24. febrúar í húsnæði Íslandsbanka við Lækjargötu.

Kvosin er nýtt viðskiptasetur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem opnað verður á morgun í húsi Íslandsbanka við Lækjargötu. Tuttugu einstaklingar hafa fengið aðstöðu í Kvosinni til að vinna að alls tíu viðskiptahugmyndum. Hugmyndirnar eru mjög fjölbreyttar, þar á meðal áhættureiknir fyrir sykursjúka, hugbúnaður á sviði heilsutækni, fjármálaráðgjöf, þekkingarmiðlun og framleiðsla á raföryggisvörum. Viðskiptasetrinu er ætlað að veita einstaklingum aðstöðu, tengslanet og stuðning til að stofna fyrirtæki undir faglegri handleiðslu sérfræðinga Impru á Nýsköpunarmiðstöð.

Kvosin er samstarfsverkefni Íslandsbanka, Nýsköpunarmiðstöðvar og Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Hún er reist á reynslu og þekkingu Impru á Nýsköpunarmiðstöð sem starfrækir nú fimm frumkvöðla- og viðskiptasetur og verður það sjötta opnað á Ísafirði í marsbyrjun. 

Opnun Kvosarinnar verður þriðjudaginn 24. febrúar í húsi Íslandsbanka við Lækjargötu, 3. hæð kl. 8:30 - 9:30. Frumkvöðlar á Kvosinni kynna viðskiptahugmyndir sínar og ávörp flytja Össur Skarphéðinsson iðnaðar- og utanríkisráðherra, Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar og Birna Einarsdóttir bankastjóri.

Í samræmi við stefnu Íslandsbanka um að styðja við nýsköpun kynnir bankinn nýjung í sparnaði, Vaxtasprota. Reikningurinn ber góða vexti auk þess sem bankinn leggur 0,1% mótframlag af innstæðu (á ársgrundvelli) inn á sérstakan frumkvöðlasjóð sem stofnaður hefur verið til stuðnings sprotafyrirtækjum.

Nánar um Vaxtasprota

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall