Lausn sem lækkar greiðslubyrði erlendra húsnæðislána og tryggir jafnar afborganir

11.03.2009

Í meginatriðum er um að ræða lausn sem gerir fólki kleift að minnka greiðslubyrði sína til skamms tíma af erlendum lánum, auk þess að draga úr áhrifum gengissveiflna á einstaka afborganir. Jafnframt er eytt óvissu um mánaðarlegar afborganir með jafnari upphæð um hver mánaðarmót.

Greiðslujöfnunarleið í hnotskurn:

Í stað sveiflna í greiðslubyrði um hver mánaðamót vegna óstöðugs gengi, þá færist sú sveifla yfir á lánstímann sem getur þá lengst eða styst eftir því hvernig gengi íslensku krónunnar þróast. Styrking krónunnar felur í sér styttri lánstíma, veiking krónunnar felur í sér lengri lánstíma.  Hægt er að segja greiðslujöfnun upp hvenær sem er.

Viðskiptavinir Íslandsbanka geta sótt um greiðslujöfnun frá og með deginum í dag í öllum útibúum bankans.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:
,,Greiðslubyrði  af erlendum lánum brennur á fjölmörgum heimilum sem mörg hver ráða ekki lengur við afborganir.  Að mínu mati er mikilvægt að bankarnir sýni frumkvæði og komi fram með lausnir enda standa þeir næst viðskiptavininum og þekkja þarfir hans og óskir hvað best."

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall