Tímabundin opnun séreignarsparnaðar

11.03.2009

Alþingi hefur samþykkt lög sem heimila tímabundna úttekt á séreignarsparnaði til rétthafa yngri en 60 ára. Heimildin er tímabundin og er í gildi 1. mars 2009 til 1. október 2010. Rétthafar geta sótt um útgreiðslu hjá vörsluaðila séreignarsparnaðar. Eingöngu er heimilt að greiða út séreign sem hefur myndast vegna samnings um viðbótarlífeyrissparnað.

Heimilt er að greiða út allt að 1.000.000 kr. á 9 mánuðum eða 111.111 kr. á mánuði til sjóðfélaga. Rétthafar geta valið aðra fjárhæð og/eða lengri útgreiðslutíma yfir tímabilið. Nánari upplýsingar er að finna á vef Almenna Lífeyrissjóðsins.

Greiddur er tekjuskattur af fjárhæðinni. Mánaðarleg útborgun eftir skatt er 69.777 kr.
Eingöngu er heimilt að taka út hjá einum vörsluaðila í einu.

Útgreiðslur séreignarsparnaðar skulu hefjast eigi síðar en einum mánuði eftir að fullnægjandi umsókn berst vörsluaðila og greiðist mánaðarlega.

Vörsluaðilar þurfa samþykki ríkisskattstjóra áður en útgreiðsla getur hafist.
Rétthafi getur afturkallað beiðni um útborgun eftir að greiðsla hefur hafist.

Ekki er tekin þóknun vegna úttekta, hvorki hjá Almenni lífeyrissjóðurinn né af sérreikningi Íslandsbanka.

Fyrsta greiðsla er áætluð 1. apríl nk. og þarf að vera búið að sækja um fyrir 20. mars til að fá greitt í apríl.

Skila þarf inn skriflegri umsókn.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall