Greiðslumiðlun við útlönd í góðu horfi

17.03.2009

Íslandsbanki hefur frá áramótum, án milligöngu Seðlabanka Íslands,  notað reikninga sína í öllum helstu myntum hjá JP Morgan, Danske Bank, Svenska Handelsbanken og SEB til erlendrar greiðslumiðlunar fyrir sína viðskiptavini.

Viðskiptavinir bankans hafa á þeim tíma getað nýtt greiðslumiðlun bankans til vöru- og þjónustuviðskipta við erlenda aðila. Eins og aðrir bankar notaði Íslandsbanki reikninga Seðlabankans fyrir erlendar færslur frá október til desember á síðasta ári en þar var um að ræða tímabundna ráðstöfun.

Starfsmenn Íslandsbanka hafa á undanförnum mánuðum lagt áherslu á að byggja upp og viðhalda góðum samböndum við erlenda viðskiptabanka og með því hafa gjaldeyris-viðskipti og greiðslumiðlun komist aftur í gott horf á síðustu mánuðum.

Þá hefur Íslandsbanki einfaldað greiðslufyrirmæli, sem finna má á heimasíðu bankans, vegna greiðslna til Íslands. Tilgangurinn er að reyna að tryggja að greiðslurnar skili sér í öllum tilfellum inn á reikninga viðskiptavina bankans eins fljótt og kostur er.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall