Innstæður Straums flytjast til Íslandsbanka

18.03.2009

Fjármálaeftirlitið hefur tekið ákvörðun um ráðstöfun skuldbindinga Straums - Burðaráss fjárfestingabanka hf. á Íslandi vegna innlána í höfuðstöðvum bankans á Íslandi. Innstæður munu flytjast yfir til Íslandsbanka hf. miðað við stöðu og áunna vexti á yfirtökudegi með ákveðnum takmörkunum tilgreindum í ákvörðuninni. Allir skilmálar umræddra innlána um tímalengd, vaxtakjör, mynt o.þ.h. halda sér óbreytt gagnvart Íslandsbanka hf.

Straumur - Burðarás fjárfestingabanki hf. mun gefa út skuldabréf sem endurgjald fyrir hinar yfirteknu innlánsskuldbindingar og skulu allar eignir Straums - Burðaráss fjárfestingabanka hf. veðsettar til tryggingar fyrir skuldabréfinu.

Skilanefnd Straums - Burðaráss fjárfestingabanka hf. er falið að hrinda ákvörðun Fjármálaeftirlitsins í framkvæmd. Yfirfærsla innlána og útgáfa skulda- og tryggingarskjala mun fara fram eigi síðar en kl. 9.00 föstudaginn 3. apríl 2009.

Ákvörðunina er hægt að lesa á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall