23 viðskiptastjórar útskrifast frá Viðskiptastjórasetri HR og Íslandsbanka

20.04.2009

Þann 15. apríl síðastliðinn luku 23 viðskiptastjórar Íslandsbanka námi frá Viðskiptastjórasetri Opna háskólans í Háskólanum í Reykjavík (HR) og Íslandsbanka. Markmiðið námsins var að efla almenna stjórnunar- og leiðtogahæfni sem lýtur að, ákvörðunartöku, mannauðsstjórnun, hegðun stjórnenda og innleiðingu breytinga og gera viðskiptastjóra Íslandsbanka hæfari til að takast á við stjórnun í útibúum bankans. Námið stóð frá 12. september til 15. apríl og var mikil ánægja með námið meðal starfsmanna jafnt sem leiðbeinenda HR og stjórnenda bankans. Samhliða voru haldin tvö námskeið fyrir fjármálaráðgjafa í útibúum Íslandsbanka undir nafninu Fjármálaráðgjafasetur Opna háskólans í HR og Íslandsbanka.

Íslandsbanki leggur mikla áherslu á öfluga fræðslu og upplýsingagjöf fyrir viðskiptavini og starfsmenn bankans.  Nýlega hafa verið haldin nokkur fjármálanámskeið fyrir viðskiptavini í samvinnu við Opna Háskólann í Reykjavík og nutu þau mikilla vinsælda.

Una Steinsdóttir, framkvæmdarstjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka:

"Með náminu vorum við auka þekkingu viðskiptastjóra á helstu efnahagsstærðum og áhrifum þeirra á fjármálaumhverfið.   Það er aldrei mikilvægari en nú að þessi hópur sem hefur stjórnað framlínu útibúanna í því fárviðri sem geysað hefur í efnahagslífinu undanfarna mánuði, njóti góðrar fræðslu og endurmenntunar. Þannig tryggjum við að viðskiptavinir okkar fái bestu mögulegu þjónustu. Þetta er þáttur í því mikla fræðslustarfi sem fram fer í bankanum og erum við mjög ánægð með útkomuna úr þessu námi"

Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Opna háskólans:

"Það var sérstaklega ánægjulegt að vinna með starfsfólki Íslandsbanka í vetur á þessu 80 kennslustunda námskeiði.  Viðfangsefni hópsins náðu til margra þeirra sviða sem eru afgerandi fyrir árangur einstaklinga og íslensks samfélags m.a. þjóðhagfræði, fjármál einstaklinga, lögfræði, framkvæmd breytinga og persónulegrar forystu og árangurs.  Það var afar þakklátur hópur sérfræðinga sem útskrifaðist í vikunni, tilbúinn að þjóna nútíð og framtíð okkar áfram af fagmennsku, jákvæðni og framsýni."

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall