Fljótsdalshérað tryggir fjármagn í byggingu nýs grunnskóla

21.04.2009

Íslandsbanki fjármagnar verkefnið

Íslandsbanki og Fljótsdalshérað hafa gert með sér samning um fjármögnun á ný- og endurbyggingu við Grunnskólann á Egilsstöðum. Verkefnið er eitt það stærsta sem sveitarfélagið hefur ráðist í en gert er ráð fyrir að nýja byggingin verði rúmir fjögur þúsund fermetrar að flatarmáli. Þá mun jafnframt verða unnið að endurbótum á eldri hluta skólans samhliða nýbyggingunni. Verkið hófst vorið 2008 og áætlað er að því ljúki endanlega á árinu 2010 en þá mun skólinn hafa á að skipa glæsilegri aðstöðu með heildarrými upp á  tæplega sjö þúsund fermetra.

„Við erum afar ánægð með að ráðast í þennan áfanga á ný- og endurbyggingu við grunnskólann, í samstarfi við Eignarhaldsfélgið Fasteign og með fulltingi Íslandsbanka", segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. „Það er mjög mikilvægt fyrir atvinnulífið hér að sveitafélagið standi fyrir framkvæmdum nú á samdráttartímum eins og mál standa í dag. Þetta er viðamikið verkefni og verður skólinn og öll aðstaða fyrir starfsfólk og nemendur til mikillar fyrirmyndar að verkinu loknu. Þetta er einn megin þáttur í þeirri framtíðarsýn Fljótsdalshéraðs að  skapa gott samfélag á traustum grunni."

„Íslandsbanki setti á fót útibú á Fljótsdalshéraði árið 2005 og hefur tekið þátt í því blómlega starfi sem þar hefur verið byggt upp", sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. ,,Atvinnuuppbygging hefur sjaldan skipt eins miklu máli og nú og er það sérlega ánægjulegt fyrir Íslandsbanka að geta tryggt þessu verkefni farsælan framgang með fjármögnun."

"Samningurinn við Fljótsdalshérað er gríðarlega mikilvægur fyrir útibú Íslandsbanka á Egilsstöðum" sagði Páll Björgvin Guðmundsson útibússtjóri Íslandsbanka. Með  þessum samningi bætist sveitafélagið í hóp í góðra viðskiptavina útibúsins."

Frekari upplýsingar veita

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, sími 4700 700

Páll Björgvin Guðmundsson, útibússtjóri Íslandsbanka í Fljótdalshéraði
Sími 440 3661, farsími 844 3661 og netfang: pall.bjorgvin@islandsbanki.is

Már Másson, forstöðumaður samskiptasviðs Íslandsbanka, sími 844 4990 og netfang: mar.masson@islandsbanki.is

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall