Íslandssjóðir hf. - Ársuppgjör 2008

27.04.2009 - Uppgjör

Stjórn Íslandssjóða hf. (áður Glitnis Sjóða), sem rekur Verðbréfasjóði, Fjárfestingarsjóði og Fagfjárfestasjóði hefur staðfest ársreikning félagsins fyrir árið 2008.

Fjármunir sjóða í stýringu Íslandssjóða hf. námu 132.904 m.kr. í lok ársins samanborið við 238.075 m.kr. í árslok 2007, drógust því eignir í stýringu saman um 44,2% á árinu 2008.

Íslandssjóðir hf. sér um stýringu og rekstur á sjö sjóðsdeildum í Verðbréfasjóðum, fjórum sjóðsdeildum í Fjárfestingarsjóðum og tveimur sjóðsdeildum í Fagfjárfestasjóðum. Einnig sér félagið um stýringu á einum verðbréfasjóði og einum vogunarsjóði í Glitnir Asset Management S.A. í Lúxemborg.  Heildareignir í stýringu Íslandssjóða hf. í Lúxemborg eru  2.433 m.kr.

Ársreikningi félagsins er skipt í tvo hluta, A-hluta sem inniheldur ársreikning Íslandssjóða og B-hluta sem inniheldur ársreikning Verðbréfasjóða og Fjárfestingarsjóða. Þessi framsetning á reikningnum er í samræmi við reglur um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða sem settar eru af Fjármálaeftirlitinu.

Hagnaður rekstrarfélagsins eftir skatta árið 2008 nam 673,3 m.kr. samanborið við275,2 m.kr. árið 2007. Neikvæð ávöxtun var hjá tveimur Verðbréfasjóðum, þ.e. Sjóði 1 sem er fyrirtækjaskuldabréfasjóður og Sjóði 6 sem er hlutabréfasjóður og einum Fjárfestingarsjóði, Sjóði 10 sem er hlutabréfasjóður.

Athygli er vakin á því að fjárfestingarstefna er hlutlaus staða viðkomandi sjóðs og til að ná betri árangri í stýringu eru vikmörk notuð sem er tilgreint hámark og lágmark. Allur þessi rammi er fjárfestingarstefna viðkomandi sjóðs. Öllum sjóðum nema Sjóði 6 er stýrt skv. virkri stýringu til að ná betri árangri í ávöxtun en stefnan (hlutlaus) gerir ráð fyrir.

Ársreikningurinn hefur verið endurskoðaður af PricewaterhouseCoopers hf. sem telur að reikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins og sjóðanna á árinu 2008.

 

Sjóður 1 Sjóður 5 Sjóður 6 Sjóður 7 Sjóður 11 Heimssafn Ríkissafn Samtals Verðbréfasjóðir
Hagnaður (tap) ársins færður í hlutdeildarskírteini -5.649 2.829 -4.060 5.847 217 155 19 -642
Hrein eign 31.12.2008 21.5.1978 16.441 376 24.657 5.888 1.321 2.718 80.032

 

Sjóður 9 (1.1 - 30.10) Sjóður 9.1 Sjóður 9.2 Sjóður 9.3 Sjóður 10 Samtals Fjárfestingarsjóðir
Hagnaður (tap) ársins færður í hlutdeildarskírteini 965 5.051 392 1.529 -7.363 574
Hrein eign 31.12.2008 0 3.479 97 1.804 852 6.232

Ársreikningur félagsins mun liggja frammi hjá Eignastýringu Íslandsbanka, Kirkjusandi, 4. hæð og á www.islandsbanki.is/sjodir frá og með 28. apríl 2009.

Nánari upplýsingar um ársreikning Íslandsssjóða hf. veitir Agla Elísabet Hendriksdóttir, fram­kvæmda­stjóri félagsins í síma 440-4917.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall