Ríkissafn Íslandssjóða yfir 10 milljarða króna

20.05.2009

Vel á annað þúsund aðilar, bæði einstaklingar og fagfjárfestar, hafa fjárfest í Ríkissafni Íslandssjóða fyrir rúma 10 milljarða króna frá stofnun hans í desember síðastliðnum. Ríkissafnið fjárfestir eingöngu í ríkistryggðum skuldabréfum með stuttan líftíma og innlánum hjá fjármálafyrirtækjum. Með fjárfestingu í sjóðnum næst því góð eignadreifing milli þessara eignaflokka. Virk stýring er á sjóðnum og hann hefur sýnt góða ávöxtun frá stofnun. Sjóðurinn hentar vel fyrir þá sem vilja ávaxta fé sitt til þriggja mánaða eða lengur og halda sveiflum í ávöxtun í lágmarki.

Vaxtalækkun Seðlabanka eykur eftirspurn eftir ríkistryggðum skuldarbréfum

Mikil eftirspurn er eftir ríkistryggðum skuldabréfum um þessar mundir, sérstaklega þar sem Seðlabanki íslands hefur lækkað stýrivexti sína nokkuð ört síðustu mánuði. Við slíkar aðstæður, og í ljósi þess að vaxtalækkunarferlið er tiltölulega nýhafið, er að öllu jöfnu ákjósanlegt að eiga skuldabréf, þar sem lækkun ávöxtunarkröfu á markaði hækkar markaðsverðmæti skuldabréfa. Ríkisskuldabréf og sjóðir sem í þeim fjárfesta hafa því í mörgum tilfellum gefið betri ávöxtun en innlán á sama tímabili.

Rekstraraðili Ríkissafnsins er Íslandssjóðir, dótturfélag Íslandsbanka, sem er leiðandi aðili í stýringu og rekstri íslenskra skuldabréfasjóða.

Nánari upplýsingar:

Gunnar Kr. Sigurðsson, sérfræðingur á Samskiptasviði Íslandsbanka s. 844 4895
Agla Elísabet Hendriksdóttir, framkvæmdarstjóri Íslandssjóða, s. 844 4917

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall