Ánægja með verðbréfanámskeið Eignastýringar

29.05.2009

Eignastýring Íslandsbanka hélt opið námskeið í verðbréfaviðskiptum þriðjudaginn 26. maí síðastliðinn. Námskeiðið var haldið í höfuðstöðvum bankans á Kirkjusandi og var öllum opið. Hátt í 40 manns mættu á námskeiðið þar sem aðal áherslan var lögð á skuldabréfaviðskipti, enda eru viðskipti með ríkisskuldabréf allsráðandi á Íslenskum verðbréfamarkaði í dag.  Loftur Ólafsson, sérfræðingur hjá Íslandssjóðum og  Jón Bjarki Bentsson hjá Greiningu Íslandsbanka fluttu erindi ásamt sérfræðingum Eignastýringar Íslandsbanka. Mikill áhugi var meðal námskeiðsgesta og sköpuðust líflegar umræður um viðfangsefni námskeiðsins.

Þetta er fyrsta námskeiðið í verðbréfaviðskiptum sem Eignastýring Íslandsbanka heldur í nokkurn tíma, en námskeið sem þessi hafa verið haldin með reglubundnum hætti í gegnum tíðina og notið töluverðra vinsælda.  Stefnan er að halda annað samskonar námskeið í haust, enda var almenn ánægja með námskeiðið hjá þátttakendum. 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall