Íslandsbanki veitir 10 námsstyrki

05.06.2009 - Styrkir

Íslandsbanki veitti í dag framúrskarandi nemendum námsstyrki að heildarupphæð 3,4 milljónir króna en yfir 200 umsóknir bárust að þessu sinni.

Veittir voru fjórir styrkir að upphæð 500 þúsund krónum hver til framhaldsnáms á háskólastigi, fjórir styrkir að upphæð 300 þúsund krónur hver til háskólanáms og loks tveir styrkir að upphæð 100 þúsund krónur hvor til framhaldsskólanáms.

Dómnefnd skipuðu þau Svafa Grönfeldt rektor Háskólans í Reykjavík, Gylfi Dalman, dósent við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, og Hafsteinn Bragason mannauðsstjóri Íslandsbanka en hann var jafnframt formaður dómnefndar.

Styrkhafar í ár eru:

  • Sara Björg Pétursdóttir. Sara Björg er nemandi í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og stundar þar nám við sjúkraliðabraut skólans.
  • Bjarni Benediktsson. Bjarni er nemandi í Verzlunarskóla Íslands við náttúrufræðibraut - eðlisfræðisvið.
  • Kristjana Þrastardóttir. Kristjana stundar nám í félagsráðgjöf við Háskála Íslands.
  • Edda Lína Gunnarsdóttir. Edda Lína stundar nám við eðlisfræðibraut Háskóla Íslands.
  • Heiða Rún Sigurðardóttir. Heiða Rún Sigurðardóttir stundar leiklistarnám við Drama Centre London, Central St. Martins. 
  • Eiríkur Þór Ágústsson. Eiríkur Þór stundar nám við rafmagnsverkfræði í Háskóla Íslands.
  • Sæunn Björk Þorkelsdóttir. Sæunn er í meistaranámi í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun á alþjóðavettvangi við Strathclyde Graduate Business School.
  • Freydís Vigfúsdóttir. Freydís er í doktorsnámi í dýravistfræði við University of East Anglia.
  • Björn Agnarsson. Björn er í doktorsnámi í eðlisfræði við KTH /UI.
  • Victor Knútur Victorsson. Victor er í doktorsnámi í byggingarverkfræði við Standford University.

Í umsögn dómnefndar segir: Við valið hafði dómnefnd til hliðsjónar þætti eins og dugnað í íþróttum og listum, þátttöku í félagsmálum og vel framsetta umsókn. Námsstyrkshafar Íslandsbanka í ár eru metnaðarfullt námsfólk með skýra sýn á hvert það vill stefna í framtíðinni og munu svo sannarlega efla og auðga íslenska menningu, vísindaheim og samfélagið í heild.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall