Styttist í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

05.08.2009

Núna eru 18 dagar í Reykavíkurmaraþon Íslandsbanka. Skráningin gengur vonum framar og eru umsjónarmenn hlaupsins farnir að gera sér vonir um að slá enn eitt  aðsóknarmetið.  Núna hafa 88% fleiri skráð sig í hlaupið í forskráningu en var á sama tíma í fyrra.
Skráning í hlaupið fer fram á
www.marathon.is

Síðastliðinn föstudag voru 1788 skráðir, 926 konur og 862 karlar. Flestir hafa skráð sig til þátttöku í 10 km hlaupinu eða 668 en 542 eru skráðir í hálft maraþon. Í heilt maraþon eru skráðir 463 hlauparar en skráning er lítið farin af stað í skemmtiskokkið þar sem aðeins 115 hafa forskráð sig.

Skráningar undanfarin ár
Ef skráningartölur fyrir hlaupið undanfarin ár eru skoðaðar þá kemur í ljós að það hefur fjölgað jafnt og þétt í hlaupinu frá 2005. Það má segja að árið 2006 hafi orðið sprenging í þátttökunni þar sem fjölgunin milli ársins 2005 og 2006 var rúmlega 6000 hlauparar. Munaði þar mestu um að þá var nýrri vegalengd - Latabæjarhlaupinu bætt við sjálft Reykjavíkurmaraþonið og börnin boðin sérstaklega velkomin.

Við hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst. Við minnum líka á upplýsingasíðu Íslandsbanka fyrir Reykjavíkurmaraþonið, en þar er ýmis fróleikur og upplýsingar sem áhugavert er að kynna sér.

www.islandsbanki.is/marathon

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall