Góð skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

14.08.2009

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram þann 22. ágúst næskomandi.  Eins og síðustu ár er mikill áhugi fyrir hlaupinu og hefur skráning gengið mjög vel.  Nú hafa 10% fleiri skráð sig í hlaupið en á sama tíma í fyrra, og stefnir í metþátttöku enn eitt árið. Samtals höfðu 3.006 manns skráð sig í gær, þar af eru 1.288 manns skráðir í 10 km. hlaupið, 876 í hálfmaraþon og 567 í heilt maraþon en í fyrra hlupu samtals 10.800 manns. Gert er ráð fyrir að skráningar taki verulegan kipp í næstu viku sem er síðasta vikan fyrir hlaup. 

Eins og undanfarin ár þá munu þátttakendur verða ræstir út í Lækjargötu, fyrir framan útibú Íslandsbanka. Það er hefð fyrir því að það skapist mikil stemning á götum miðbæjarins þennan morgun og því tilvalið fyrir alla, þátttakendur sem aðra, að koma og hvetja hlauparana af stað. Borgarbúar eru einnig hvattir til að kynna sér hlaupaleiðirnar og koma út á stétt og skapa stemningu þegar þátttakendur hlaupa hjá, en það setur ávallt skemmtilegan svip á hlaupið.

Dagsskráin við Lækjargötu verður eftirfarandi:

Nýbreytni í Latabæjarhlaupi

Latabæjarhlaupið verður á sínum stað líkt og sl. 3 ár. Hlaupið er ætlað börnum 9 ára og yngri en foreldrar og forráðamenn geta hlaupið með börnunum. Hlaupið hefst með upphitun Íþróttaálfsins og Sollu stirðu kl. 12:45 í Hljómskálagarðinum.  Sú nýbreytni verður í ár að hlaupið verður í kringum Tjörnina og verður ræst út frá 3 mismunandi stöðum við Hljómskálagarðinn eftir aldri þátttakenda.  Stefnt er að því að mynda mikla stemningu í kringum hlaupaleiðina á meðan á hlaupinu stendur til að hvetja krakkana áfram. Að hlaupi loknu verða skemmtiatriði í Hljómskálagarðinum.

Hægt er að skrá þátttöku og fá allar upplýsingar um Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og Latabæjarhlaupið á vef Íslandsbanka, www.islandsbanki.is/marathon og á vefsíðunni http://www.marathon.is.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall