Breytt fyrirkomulag í Latabæjarhlaupinu í ár

17.08.2009

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer næstkomandi laugardag, 22. ágúst. Í ár verður breytt fyrirkomulag á Latabæjarhlaupið þar sem hlaupið verður frá Hljómskálagarðinum.

Ólíkir aldurshópar barna eru látnir hlaupa á mismunandi tímum og stað til að börnin fái meira út úr hlaupinu og hafi meira pláss til að hlaupa.

Elstu börnin (8 og 9 ára) hlaupa 2 km leið frá Sóleyjargötu í kringum Tjörnina og til baka aftur (gul leið). Börn á aldrinum 6-7 ára hlaupa 1,5 km leið frá Bjarkargötu í kringum Tjörnina og enda aftur í Bjarkargötu (rauð leið). Yngstu börnin (5 ára og yngri) hlaupa 700 metra hring í Hljómskálagarðinum (græn leið).

Fyrir hlaup verður upphitun á sviði í suðurenda Hljómskálagarðsins þar sem bæði Íþróttaálfurinn og Solla Stirða koma við sögu. Eftir hlaupið verður síðan skemmtidagskrá á sama sviði. Upphitun hefst kl. 12:40 en hlauparar verða ræstir af stað á bilinu kl. 13:00-13:15.

Þátttökugjaldið í Latabæjarhlaupið er það sama og undanfarin ár kr. 800. Skráning fer fram vef marathon.is

Nánari upplýsingar á islandsbanki.is og á marathon.is.

Latabæjarhlaup 2009 kort af Hljómskálagarði

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall